Búinn að svara.
Verst að ég lendi í mótsögn við sjálfan mig, ég vil engar byggingar en mæli svo með að séð verði fyrir "holu" og "spotta" í ánni sem verði útbúinn til að æfa slalom, sem sé Ólympíugrein. Það gæti einhver sagt að væri röskun á náttúru og eins kona byggingaframkvæmdir.
Reyndar hefur mér dottið í hug sú klikkaða hugmynd að setja mætti upp gervi slalombraut með tank og dælingu upp á hæðina sunnan við Eiðsvíkina, rétt hjá þar sem sjókattaaðstaðan var og enda svo með smástökki út í sjóinn.