Félagsróður 03.07.2014

03 júl 2014 22:26 #1 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Félagsróður 03.07.2014
Sæl hérna kemur skýrslan

Félagsróður 03.07.2014

Tuttugu bátar á sjó. Lagt upp austan megin af eyðinu, planið var að róa Þerneyjarsund
norður fyrir Þerney síðan norður fyrir Geldinganes og lenda vestan megin á eyðinu.

Þetta breyttist aðeins vegna sjólags og samsetningar hóps. Í veltuvík var ákveðið að fara
bara Geldingarneshring. Lítill vindur en þónokkur alda við norðurenda Geldingarness með
smá björgunarstússi. Þegar komið var að bryggjunni var hópnum skipt upp, tíu héldu heim
en tíu sneru við til að leika sér í öldunum.

Fínn róður takk fyrir mig.
GUMMIB

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 júl 2014 17:25 #2 by Guðni Páll
Það verða flottar aðstæður fyrir alla á eftir gott fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref á sportinu að sá hversu langt þeir eru komnir. Reikna með skemmtilegum aðstæðum í Fjósaklettum og á G.nesinu.

kv Guðni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 júl 2014 09:50 #3 by GUMMIB
Daginn

Undiritaður er skráður róðrarstjóri 03.07.2014. Samkvæmt veðurspá verður nokkur norðan vindur.

Róðrarleið verður ákveðin á staðnum.

Kveðja
GummiB (ekki J)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum