Félagsróður 10.07.2014

13 júl 2014 19:01 #1 by Þorbergur
Vídeo!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 júl 2014 21:40 #2 by Gummi
Replied by Gummi on topic Félagsróður 10.07.2014
Þetta var prýðileg afþreying
Aldan var orðin það kröpp að maður náði smá "surfi" þegar komið var í veltuvíkina. Ég fór reyndar með hópnum sem tók styttri hringin og ætlaði að rölta yfir eiðið og dóla á móti hinum hópnum þegar allir væru komnir í land. En það var einhver dráttur á að síðasti maður kæmi í land svo ég ákvað að vera ekkert að sperra mig í sívaxandi vindinum.
Gaman er að sjá hve mikið er af sandsíli í fjöruni og má sjá flæðarmálið iða af lífi á nokkrum stöðum þessa dagana. Fuglalífið er alveg í hámarki í fjöruborðinu við ætisleit.

Takk fyrir fínan róður

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 júl 2014 23:12 #3 by Gunni
Replied by Gunni on topic Félagsróður 10.07.2014
28 ræðara mættu í róður. Fórum austan megin eiðis með landi að Leirvogshólma. Frá Blikastaðarnesi gripum við vindöldu og riðum hana að Veltuvík. Þarna skildu leiðir, rúmlega helmingur fór aftur í höfuðstöðvar en rest tók vindöldureið út fyrir Geldinganes og puðaði svo á mót vaxandi vindi (líklega 11-14 m/sec) sunnan megin að höfuðstöðvum.

Ég er illa svikinn ef meirihluti hópsins hefur ekki bætt einhverju í reynslubankan og væri gaman að heyra ykkur segja frá því..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 júl 2014 10:23 #4 by Guðni Páll
Þetta lítur vel út. Og frábært fyrir fólk sem er að fara á Langasjó að láta reyna aðeins á sig í þessum róðri.
Þetta er hárréttu aðstæðurnar til að æfa sig í, með fullt að fólki í kring til að aðstoða sig.

kv Guðni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 júl 2014 09:18 - 09 júl 2014 09:22 #5 by Gunni
Næsti félagsróður verður eitthvað, Vindaspáin er vetrarleg 10-12 m/sec SA.





Róðarleið verður ákveðinn á pallinum eftir samsetningu hópsins. Freistandi að fara austan megin eiðis og fá smá vind surf norðan Geldingarness.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum