Félagsróður 17.07.2014

19 júl 2014 13:24 #1 by Össur I
Replied by Össur I on topic Félagsróður 17.07.2014
Videó frá róðri
HÉR

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 júl 2014 12:38 #2 by Vigfús
Replied by Vigfús on topic Félagsróður 17.07.2014
Ég þakka fyrir mig og skemtilegt kvöld og eins og alltaf lærdómsríkt, það vantar ekkert upp á viskubrunanna og hjálpsemina við nýliðana hjá reyndari ræðurum og kann ég öllum bestu þakkir fyrir . K.V . Vigfús (veltuveiki lettmann nýliðinn).

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 júl 2014 09:40 #3 by Bergþór
Replied by Bergþór on topic Félagsróður 17.07.2014
Ljómandi róður í góðum félagsskap.
Fannst orðið gelt að fara Geldinganes-utanum. :)
Örlygur var með "prógram" í félagsróðri um daginn, þar sem allir tóku þátt. Félagabjörgun var framkvæmd og á með mynduðu aðrir ræðarar "fleka" til að tvístrast ekki. Slíkar æfingar stilla hópinn saman og skapa tilgang í félagsróðurinn. Það skapar traust þegar formlegar æfingar eru hluti af félagaróðri.

Skemmtilegur félagsskapur og góður róður. Takk fyrir mig.
Bergþór

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 júl 2014 00:02 #4 by Jónas G.
Replied by Jónas G. on topic Félagsróður 17.07.2014
Hæ, hérna eru nokkrar myndir úr róðrinum, og þessi á Lettman-inum heitir Vigfús ef ég man rétt.
Kv. Jónas

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 júl 2014 23:08 - 17 júl 2014 23:27 #5 by Össur I
16 ræðarar mættu til leiks þetta fimmtudagskveld. Ekkert bólaði á róðarstjóra, en hann hafði látið vita að hugsanlega kæmist hann ekki . Það datt í minn hlut að sjá um róðrarstjórn og ákvað ég að róinn yrði Geldingarneshringur. Þegar það var borið undir hópinn kom upp mjög ákveðin ósk um að róinn yrði Viðeyjarhringur. Bergþór (óskarinn) skipaður fremsti maður og Andri aftasti og varð úr að sett var á sjó vestanmegin Eiðis og róinn réttsælis hringur um Viðey. Tekið var kaffistopp í skálanum og var haft að orði að það væri partur af programmen að taka kaffistopp og spjalla eilítið. Veltur, félagabjarganir, sull og æfingar teknar við pólskubryggju en þar renndi íslendingur fyrir fisk í soðið en ekki Pólverji eins og við eigum að venjast. Ræðarar þetta kvöld voru, Málfríður hin norksa, Egill og Marta, Bjarni, Andri, Bergþór, Marc og félagi með honum, Ólafía, Jónas, Hannes, Guðmundur Hólm, Indriði, gulur Prion (sem ég man ekki nafnið á), Veltusjúkur Lettman nýliði (sem ég kann ekki betri skil), og undirritaður.
Frábær kvöldstund í klassa hópi.
Takk fyrir mig, kv Össur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum