16 ræðarar mættu til leiks þetta fimmtudagskveld. Ekkert bólaði á róðarstjóra, en hann hafði látið vita að hugsanlega kæmist hann ekki . Það datt í minn hlut að sjá um róðrarstjórn og ákvað ég að róinn yrði Geldingarneshringur. Þegar það var borið undir hópinn kom upp mjög ákveðin ósk um að róinn yrði Viðeyjarhringur. Bergþór (óskarinn) skipaður fremsti maður og Andri aftasti og varð úr að sett var á sjó vestanmegin Eiðis og róinn réttsælis hringur um Viðey. Tekið var kaffistopp í skálanum og var haft að orði að það væri partur af programmen að taka kaffistopp og spjalla eilítið. Veltur, félagabjarganir, sull og æfingar teknar við pólskubryggju en þar renndi íslendingur fyrir fisk í soðið en ekki Pólverji eins og við eigum að venjast. Ræðarar þetta kvöld voru, Málfríður hin norksa, Egill og Marta, Bjarni, Andri, Bergþór, Marc og félagi með honum, Ólafía, Jónas, Hannes, Guðmundur Hólm, Indriði, gulur Prion (sem ég man ekki nafnið á), Veltusjúkur Lettman nýliði (sem ég kann ekki betri skil), og undirritaður.
Frábær kvöldstund í klassa hópi.
Takk fyrir mig, kv Össur