Í Bauhaus má finna bönd og teygjur í dekklínur og dekkteygjur í hillugangi sem virðist vera settur upp fyrir siglingafólk. Þeir eiga hins vegar ekki efni fyrir viðhald á trefjaplasti og þekjulagi (Gel coat) og ekki eiga þeir vatnsheldan (closed cell) svamp til að laga innra byrði báts að ræðara (fitting).
Sömu sögu má segja um Húsasmiðjuna, þeir eru hættir að flytja inn og selja Gel coat og ekki veit ég til að GG-sjósport sé með slíkar vörur.
Nú gæti ég hringt í nokkra félaga sem eru mér fremri um viðhald báta sinna - en það er betra fyrir klúbbfélaga ef það kæmi fram hér á Korkinum hvar hægt er að fá slíkar vörur, efni og búnað. Hugsanlega panta menn þetta beint, en það er þó unnið mikið hér á landi að viðhaldi trefjaplastbáta og annars búnaðar úr trefjaplasti, þannig að innlendir söluaðilar hljóta að vera til.
Hér er krækja á erlenda síðu sem ég rakst á gegnum YouTube fræðslu:
www.westmarine.com/resins-fiberglass