Ytri Rangá á þriðjudag VIDEO

02 ágú 2014 14:52 #1 by Jói Kojak
Ég meina auðvitað ekkert með því að kalla ykkur gamlingja. Er bara að tulla - eins og norsarinn segir.

Vonandi verður þessi ferð til að kveikja einhvern neista í straumnum.

Ég er allavega on fire :-) Sit hér á kaffihúsi í Voss eftir að hafa tekið góða bunu í bæði efri og neðri Stranda - sem er aðal raft áin hér.

22 stiga hiti og áin ylvolg.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 ágú 2014 09:29 - 01 ágú 2014 09:33 #2 by Gíslihf
Nú þegar mesti spenningurinn er liðinn hjá eftir þessa einstöku ferð (og eymsln í fótleggjum farin að jafna sig) stendur það upp úr hve heppinn ég var að vera með þessum frábæru og reyndu straumræðurum. Það voru forréttindi að standa með þeim, ekki síst Steina, uppi á klettum ofan við flúðir og fá skýringar á hvað væri að gerast í straumnum við kletta og gjár í ánni, hvaða línu ætti að taka og hvernig maður yrði tuskaður til ef það mistækist!
Þegar Jói kallar okkur Steina "gamlingja" er það auðvitað í virðingarskyni og vísar til hinnar frægu skáldsögu Jonassonar hins sænska, það er Gamlinginn sem í frumgerð heitir Hundraåringen som klev ut genom fönstret och försvann.
Ég get þó lofað því að við mundum ekki gleyma ungum manni (of lengi) inni í frystiklefa, eins og gerðist í því ævintýri, til þess er samveran með þessum yngri of gefandi. Maður yngist hreinlega upp og ég er að hugsa um að daga umsókn mína um vist á Hrafnistu til baka og fara frekar í aðra straumferð :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 júl 2014 22:24 #3 by Gummi
Flott og greinilega alveg ekta straum stemning allir með :)

Nú þarf ég að skola Bluntin og koma honum í sitt rétta umhverfi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 júl 2014 00:52 - 31 júl 2014 00:52 #4 by Andri
Hér er smá video sem ég tók á símann minn. Skemmtilegra ef það er stillt á HD
The following user(s) said Thank You: dexi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 júl 2014 14:37 #5 by Jói Kojak
Takk fyrir skemmtilega ferð. Rangáin er alltaf jafn góð.

Vona að þið gamlingjarnir jafnið ykkur fljótt og vel.

Vona líka að þetta hafi kveikt dálítið vel í öðrum og að driftin í straumnum verði eitthvað meiri.


Mæli sterklega með straumvatnsbjörgunarnámskeiði - ætli menn sér að gera þetta af einhverri alvöru. Jón Heiðar Andrésson hefur verið að kenna þetta og svona námskeið breytir algjörlega sýn manns á árnar. Gott stöff.

Ég reikna með að klippa saman stutt myndband - en flýg út á föstudagsmorgun og næ því ekki fyrir þann tíma. Fyrirgefst það vonandi.


Kv,

Jói

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 júl 2014 13:23 - 30 júl 2014 14:49 #6 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Ytri Rangá á þriðjudag
Steini! Við vonum að öxlin verði fljót að jafna sig og ég varð að segja að þú ert harður af þér. Það var svo einnig lærdómsríkt að vera með þegar Friðrik setti handlegginn í liðinn með mjúkum hreyfingum.
Þetta var ógleymanleg ferð og fegurð, grösugur árbakkinn með hvönn og blómjurtum, blátært vatnið í kátum leik niður mjallhvítar flúðir og smáfossa!
Ég hætti þó að brosa þegar ég lenti á sundi neðan við Skráargatið. Þetta varð langt sund, eða brun innan um stóra steina, þar sem gildir að fljóta með fætur niður straum til að hlífa höfðinu. Á sama tíma var straumurinn að kippa mér í kaf annað slagið. Venjuleg sundkunnátta gagnast því ekki vel til að komast að bakkanum og var ég holdvotur og verulega þreyttur á eftir. Þakka Guðna Páli fyrir að bregðast við og leyfa mér að halda í lykkju á skut báts síns.
Nú reyni ég að láta Lilju (eiginkonuna) ekki taka eftir að ég er marinn á fótleggjum og svolítið haltur, en það er erfitt þegar ég fer niður stigann af efri hæðinni:) Nokkuð erfiðlega gekk að sofna, þá var ég kominn í kaf á fleygiferð vitandi ekki hvað var upp og hvað niður :)
Hlakka þó til næstu ferðar, en verð að æfa og meta mín takmörk betur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 júl 2014 10:42 #7 by jsa
Replied by jsa on topic Ytri Rangá á þriðjudag
Andri, þú getur tékkað á þessum myndböndum
www.rescueforriverrunners.com/

Steini, láttu þér batna :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 júl 2014 09:54 - 30 júl 2014 10:33 #8 by Steini
Replied by Steini on topic Ytri Rangá á þriðjudag
Þær gerast ekki betri ferðirnar í Rangánna, góð blanda ræðara, karla og kvenna, reynslumeiri og minnareyndir, verst að tveir þeirra búa í Noregi og koma því vart mikið við sögu hér; við vonandi uppbyggingu á þessum annar skemmtilega hluta kayakmennskunnar, sem hefur því miður dalað verulega síðustu árin. Þessi hópur er til als vís og treysti ég því að nú sé þetta á uppleið, Jói er allavega góður í að tjá sig á Korknum frá Noregi.

Maður var aldeilis heppinn að hafa Frikka læni með í för, þegar ein klöppin í ánni kippti mér úr axlarlið (hafði stuttu áður tjáð mig við "nýliðana" hvað þetta grjót er ofmetið) en þetta gerðist rétt fyrir ofan Skrárgatið og var því ekki langt að skreiðast í bílinn, þar sem Frikki lagði mann endilangan á kayakbotn og færði mig í liðin, engin læti eða kippir, og stóð ég upp eins og nýr maður. Þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í að far úr axlarlið á mínum lananga kayakferli og er það anskoti vont, maður velltir sé allavega ekki við þannig á sig kominn.

Að lokum smá saga úr fortíðinni fyrir þá sem ekki vita hversvegna Slönguflúð ber það nafn; En í hópinn komu eitt sinn tveir menn til að læra róðrartökin og sögðust þeir oft hafa dvalist í sumarhúsi í Galtarlæ og fóru þeir niður þessa ágætu flúð á uppblásnum traktors-dekkjaslöngum, svo nafngiftin hefur ekkert með Snáka að gera.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 júl 2014 08:54 - 30 júl 2014 09:01 #9 by Andri
Replied by Andri on topic Ytri Rangá á þriðjudag
Frábær ferð í Ytri Rangánna í gær!
Tíu manns mættu en þau voru Jói, Tinna, Gísli, Guðni, Gummi, Arndís, Reynir, Steini, Frikki og ég. Við fengum mjög góðar aðstæður, enda sól og hlýtt og vindurinn í bakið. Við stoppuðum reglulega og skoðuðum helstu flúðirnar áður en við rérum þær og við sem höfum róið minna í straumvatni fengum góðar leiðbeiningar frá þeim reyndari. Eitthvað var um veltur og sund en allt gekk vel þar til að Steini meiddist á öxl við næstu flúð fyrir neðan Slönguflúðina og gat ekki róið meira. Reynir og Steini röltu þá niður í bíl en við hin rérum gegnum Skráargatið og svo fossinn neðst en Arndís tók hann með aðferð sem ég hef ekki séð áður :)
Þegar við komum í bílinn var Steini strax orðinn skárri og vonandi jafnar hann sig fljótt af meiðslunum. Ég tók eftir því að við sem að höfum verið meira á sjókayak kunnum ekki alveg réttu handtökin við félagabjarganir í straumvatni og hefðum líklega getað gert betur þegar á reyndi. Ég ætla að taka smá snúning á youtube og reyna að finna gott kennlsuefni um straumvatnsbjarganir, en þeir sem eiga góða linka á þannig efni mega endilega deila þeim hér.
Það var gaman að sjá svona stóran hóp af straumkayakfólki og greinilegt að allir skemmtu sér mjög vel, þakka öllum sem komu fyrir skemmtilegan dag.

Ein mynd hér, en svo koma vonandi einhver videó.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 júl 2014 13:21 #10 by Andri
Replied by Andri on topic Ytri Rangá á þriðjudag
Ég verð á bíl og Reynir ætlar að fá far með mér en það er pláss fyrir fleiri. Svo ætlar Steini að lána mér kerruna sína þannig að ég get tekið eitthvað af bátum. Legg til að við hittumst hjá Olís við Rauðavatn kl 16:00, þeir sem ætla að fá far með mér geta komið þangað eða verið korteri fyrr á bílaplaninu við Kringluna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 júl 2014 11:16 #11 by Steini
Replied by Steini on topic Ytri Rangá á þriðjudag
Veðurútlit er gott, svo allar líkur á að ég mæti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 júl 2014 22:20 #12 by Arndis
Replied by Arndis on topic Ytri Rangá á þriðjudag
Ég, Elli og Svanur erum opin í að koma frá Drumbó ef við getum!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 júl 2014 21:30 #13 by Andri
Replied by Andri on topic Ytri Rangá á þriðjudag
Þetta verður eitthvað, þeir sem eru búnir að staðfesta mætingu eru ég, Jói Kojak, Tinna, Reynir Óli, Gísli HF og Þóra. Svo eru fleiri sem ég vona að mæti en eiga eftir að staðfesta. Bið fólk að senda mér skilaboð eða melda sig á korkinum svo að það sé hægt að skipuleggja bílamál.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 júl 2014 11:34 #14 by Andri
Replied by Andri on topic Ytri Rangá á þriðjudag
Snilld! Þetta stefnir í alvöru ferð.
Við reddum fari ef þið eruð bíllaus, ég er á 7 manna bíl og það verða örugglega fleiri á ferðinni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 júl 2014 10:58 #15 by Jói Kojak
Ég er bara með norskt númer en Tinna er með 691-0279 :-)

Mitt er +47 928 60 422

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum