Sá á MBL áðan að besta spáin um Verslunarmannahelgina væri fyrir Vestfirði og Breiðafjörðinn. Ætlar einhver að vera á þeim slóðum þessa helgi á kayak?
Annað, nú er auglýst ferð 9-10 ágúst í Breiðafjörðin en ég átta mig ekki á þessari leiðalýsingu. Þarna eru margar Akureyjar og Skarðströnd finn ég ekki á kortasíðu Já.is. Er einhversstaðar til mynd af fyrirhugaðri leið?
Kv.
Hákon