Gísli HF nefndi að GPS tækið hans hefði slökkt á sér í orkusparnaðarskyni, þegar hann fór Viðeyjarhringinn. Þetta lítur út eins og hugbúnaðarvilla, sem hrjáir alla vega Garmin GPS tækin. Þau eiga til að safna upp villu og fara þá að slökkva á sér í tíma og ótíma. Við þessu er víst ekkert að gera nema hlaða hugbúnaðinum inn aftur. Þeir gera það fyrir mann í Garminbúðinni inn við Elliðavatn. Sjálfsagt getur fólk svo gert það sjálft.