Surf eða Hvítá ?

05 ágú 2014 19:47 #1 by Gummi
Replied by Gummi on topic Surf eða Hvítá ?
Það spáir ljómandi vel fyrir brimreiðar við suðurlandið á fimmtudag svo það lítur út fyrir að ég skelli mér í bugtina við Þorlákshöfn eftir vinnu á fimmtudag. Þau ykkar sem eruð vel synd og hafið áhuga á að kíkja með eru velkomin með. Fínt að miða við að leggja í hann um um og uppúr 17:45 þegar allir ættu að vera klárir.
Hin skella sér bara í félagsróður.

Hjálmur alger nauðsyn.

Vonast til að sjá ný andlit sem langar til að prufa einhvað nýtt.
Farið verður yfir helstu öyggisatriði í fjöruni áður en sjósett verður.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2014 13:38 #2 by Gummi
Replied by Gummi on topic Surf eða Hvítá ?
Fínt Andri, ég er búin að sjá töluvert af flottum seglbretta myndum frá Grindavík undanfarna daga svo ef það lægir einhvað þá væri gaman að skella sér þangað eða í Þorlákshöfn. En þar sem ég er iðnaðarmaður og vinn frá 8 - 5 að meðaltali þá verður ekki lagt af stað úr bænum á neinum skrifstofu tíma.
Svo tökum við Hvítá næstu helgi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2014 16:19 - 03 ágú 2014 16:21 #3 by Andri
Replied by Andri on topic Surf eða Hvítá ?
Ég væri mikið til í það en verð líklega ekki í bænum. Fylgist með og kem ef að plön breytast hjá mér. Ég veit að það eru þónokkrir sem eru vanir sjókayak en hafa verið að bíða eftir tækifæri til að prófa strauminn. Hvítáin er tilvalin fyrir þá sem eru í þannig hugleiðingum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2014 16:11 #4 by Gummi
Surf eða Hvítá ? was created by Gummi
Er einhver sem langar að taka með mér nett run í Hvítá eða surfa við suðurströndina eða í Grindavík einhvert kvöldið í vikuni eða næstu helgi.
Erfiðleikastig, "Engin árablöð bara gaman" en þó geta til að bjargað sér ;)

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum