Haustæfingar í hlýjum sjó

14 ágú 2014 00:00 #1 by Jónas G.
Nokkrar myndir frá straumnum í dag.
Þetta var flott, takk fyrir mig.
Jónas

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2014 22:21 #2 by Andri
Replied by Andri on topic Haustæfingar í hlýjum sjó
Ég var í svipuðum æfingum en ekki undir Gullinbrú heldur brúnni við Kolgrafarfjörð. Ótrúlega mikill straumur þarna og eddy- in bakvið brúarstólpana voru mjög stór og óútreiknanleg. Gaman að róa þarna enda fallegt svæði, mikið dýralíf og meðan ég hvíldi mig milli æfinga gat ég fylgst með selunum og nartað í söl sem vex á stólpunum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2014 22:03 - 13 ágú 2014 22:05 #3 by Gíslihf
Gummi Björgvins hefur fylgst með stórstraumi þetta árið og minnt á góða tíma undir Gullinbrú. Nokkrir félagar nýttu sér það til að leika sér í straumnum en þeir vor Gunnar Ingi, Marc, Jónas, Sigurjón, Guðni Páll og GHF.
Ekkert gerðist í frásögu færandi, en þarna var gott tækifæri til að þjálfa sig við aðstæður sem þar eru aðeins nokkrar klst. árlega. Undir brúnni við Reykjanes er straumur mun kraftmeiri á degi hverjum allt árið.
Það sem var æft var einkum að fara í straum úr lygnu og öfugt, ýmis beint niður strauminn eða að komast þvert yfir án þess að missa mikla "hæð". Svo voru sumir að velta sér eða lágu á hliðinni í átaksfloti niður mesta straumreipið. Einn leikurinn var að velta og halda sér í bátinni niður alla straumlínuna, til að fá tilfinningu fyrir hvað er að gerast undir bátnum.
Lokaviðfangsefnið er ávaltt að komast upp móti straumnum, til þess að komast aftur heim!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 ágú 2014 15:37 #4 by Gíslihf
Já takk Ingi, það eru nær 12°C í Rvk.höfn og líklega þá 13-14°C innan við Eiðið.

Ég ætla í pollagallann til að sulla í Veltuvík á eftir - mæti kl. 18:15 rétt fyrir flóð.
Jónas ætlar að vera með á æfingu.
Allir velkomnir í hópinn.
Kv.
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 ágú 2014 15:23 - 11 ágú 2014 15:24 #5 by Ingi
Replied by Ingi on topic Haustæfingar í hlýjum sjó
sjávarhiti og aðrar upplýsingar frá faxaflóahöfnum:

vedur.mogt.is/harbor/index.php?action=St...rid=1&stationid=1002

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2014 21:27 - 10 ágú 2014 21:43 #6 by Sævar H.
Svo alvarlega met ég viðveru áraflotsins um borð og að allt með notkun þess sé tryggt,- er mér minnisstætt að eitt sinn er ég var kominn langt að Viðey þegar upp í hugann skýtur - ÁRAFLOTIÐ ! ég gleymdi því í bílnum fyrir brottför - og þreifa aftur fyrir mig þar sem hinn fasti samastaður er og var um áratugi- nei ekkert áraflot. Það var þegar í stað snúið varlega við og róið til baka með mikill varúð. og náð í áraflotið og því næst róið kröftuglega til hafs...Veltu veit ég lítið um annað en æfingu í sundlaug og á námskeiði í kayakróðri í árdaga. Stefnan var strax sett á að velta aldrei-óvænt- áratök,-allskonar bolvindur og sveigjur báts og skrokks eftir sjó og vindi skyldi duga. Það hefur gerst.
Og nú er kaykakinn að mestu kominn í naust- nema á einstökum góðviðrisdögum - á kallið til með að koma-á sjó... :-)

Ps. Nú á ég splunkunýtt og flotmikið áraflot. Það gamla var byrjað að fúna eftir áratugs samanrúllun og notkunarleysi. Semsagt það hélt orðið illa vindi í æskilegan tíma og því ekkert á það að treysta. Það þarf nefnilega að prófa þennan búnað reglulega og hirða vel.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2014 21:08 #7 by Gíslihf
Alveg rétt, gott að minna á áraflotin. Ég á þrjú hálfgleymd hér heima og hafði alltaf eitt við hendina í neti framan við mannop eða fest innan á sætisbakið, hér fyrstu árin sem og í hringferðinni. Þegar ég var farinn að treysta á aðrar aðferðir hætti ég að hafa það og hef nánast gleymt þeim.
Aðrar aðferðir eru veltan, eskimóabjörgun (aldrei notuð!), félagabjörgun, smalastökk (cowboy reentry) og sundvelta (wet reentry). Ekki má gleyma því að svo lærist einfaldlega að velta aldrei í skikkanlegum aðstæðum, með því að nota stuðningsáratök.
Eftir sem áður, tek ég undir það, að sá sem fer einn ætti að hafa áraflot með, auk þess síma og/eða talstöð og neyðarblys.
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2014 18:41 #8 by Ingi
Replied by Ingi on topic Haustæfingar í hlýjum sjó
alveg sammála ykkur. það er bráðnauðsynlegt að æfa sig og búa sig undir óvænt atvik. ekki verra að nýta sér hlýjan sjóinn seinnipart sumars. áraflot er nauðsynlegur búnaður og menn geta bjargað sér á því ef þeir eru einir á ferð sem ætti nátturulega að vera undantekning.
ég þarf að fá skýrslu frá Jónasi áður en ég tjái mig um það. þekki af eigin raun hvað staðreyndir geta bjagast við meðferð fjölmiðla

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2014 15:12 #9 by Sævar H.
Ertu ekki með áraflot , Gísli. Það er búnaður sem einmenningsræðarar eiga aldrei að skilja við sig í róðri.
Ég hef um 80 % af mínum kayakróðrum verið einn á ferð. Áraflotið er lífsakkerið.
Þú og Guðni Páll eruð mestu einmenningsræðararnir , fjarri öllum byggðum, og því hreinar fyrirmyndir um svoleiðis róðra :-)
Við Munaðarnes voru ræðararnir þrír saman á ferð. Einn týndist en náðist fyrir hreina tilviljun, hinir komust í land við illan leik en án hjálpar frá hvorum öðrum -að mér skilst.
Þetta getur verið snúið

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2014 12:02 - 10 ágú 2014 12:04 #10 by Gíslihf
Ég hef verið að nota mér hlýja sjóinn og farið í veltur og annað undanfarna daga.
Það er eitt atriði sem ég þarf að minnast á í tengslum við þetta: Að vera einn á sjó.
Fyrir löngu, eitthvað um 10 árum gáfu klúbburinn og Landsbjörg út öryggiskver. Þar er undirtitlinninn "aldrei einn á ferð," og í texta segir "Mikilvægt er að ferðast ekki einn heldur hafa traustan félaga með í för, sem getur hjálpað þér ef þú lendir í vandræðum". Þetta ráð er í fullu gildi og þau banaslys sem hafa gerst undanfarin ár hafa einmitt verið þar sem einn ræðari var á ferð. Þó ber að minnast þess sem gerðist við Selfoss og að hurð skall nærri dyrum við Munaðarnessker nýlega.
Margir vita að ég hef ekki farið alveg að þessum tilmælum, með því að róa einn umhverfis landið og margir taka æfingar einir, t.d. í yfirstandandi "Viðeyjaráskorun".
Undanfarið hef ég verið í veltuæfingum og skyldu sulli, einn á ferð, nema með Inga í eitt sinn. Þá fer ég út fyrir rammann sem ég ræð vel við, Ingi þurfti t.d. að aðstoða mig tvisvar og ég hef nokkrum sinnum synt að landi með bátinn undanfarið.
Þá er afar mikilvægt að vera rétt utan við fjöruna og þar sem vindur ber mann að landi.
Kveðja,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2014 13:12 #11 by Gíslihf
Bjarni, Ingi og Lárus tóku þátt, hver með sínu lagi.
Undirritaður sýndi enga snilldartakta í veltuæfingum og lenti á sundi og í basli með hinn tvítuga Nordkapp, ekki hægt að halla sér á afturdekkið og nær ómögulegt að komast ofan í þröngt mannopið á sjó án þess að velta á ný.
Romany verður trúlega notaður í næstu æfingum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2014 21:19 #12 by Gíslihf
Frábært, gamli félagi, ég verð kominn um stundarfjórðungi fyrir kl. 1100.

Já gort, eða bara skýringardæmi, en nú virðist öll slík kennslufræði hætt að virka, það gildir ekkert nema myndefni, t.d. á Youtube, með skýringum.

Bkv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2014 18:35 #13 by Ingi
Replied by Ingi on topic Haustæfingar í hlýjum sjó
Gísli það er næstum bara gort á þessum korki. En ÓKey ég kem í sullið.
bkv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2014 17:19 - 03 ágú 2014 18:15 #14 by Gíslihf
Ætla að taka æfingar við Eiðið á morgun (mánud. 4.ág.) kl. 11-12, en flóð er kl. 12. Ekki væri verra að hafa einhverja með :)

Ég er latur í venjulegum róðrum fyrir veltuæfingar og fer sjaldan á "sundlaugaræfingar" því að klórinn virkar illa á mig, sjórinn er betri. Síðasti félagsróður endaði með fjölbreyttum æfingum við Eiðið. Sjór hefur hlýnað, einkum Leiruvogsmegin, enda grunnt. Næstu vikurnar eru hlýjasti tími ársins í sjónum og því hagstætt að gera æfingar, veltur og annað.

Haustið 2011 var ég í hópnum sem lauk 4ra stjörnu BCU prófinu. Þá hafði ég einmitt nýtt mér þennan tíma vel. Ein æfingin, að hætta við hálfkláraða veltu, fara aftur niður og koma upp hinum megin, kom sér vel á prófinu. Þá snerist ein þrautin um að fara inn í klettavík í undiröldu og velta sér upp. Það tókst mér ekki á aðra hliðina vegna aðstæðna en þá þurfti ég ekki að hika við að fara aftur í kaf og upp hinum megin.

Tilgangurinn með þessum línum er ekki gort, heldur að benda á þessar góðu aðstæður. Sjálfur mun ég bregða mér á flot nokkuð oft á næstunni, svo sem eina klukkustund í hvert sinn og það er spurning hvort einhverjir vilja verða samferða og fá að vita hvort tíminn hentar þeim?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum