Félagsróður 07.08.2014

07 ágú 2014 22:14 - 07 ágú 2014 22:16 #1 by siggi98
Replied by siggi98 on topic Félagsróður 07.08.2014
Galvaskur 6 manna hópur lét rokið ekki á sig fá og mættu í skemmtilegan róður.
Undirritaður ásamt, Smára, Össa, Eyma, Ernu, Helgu, Daníel og Gummi
Vindur var 10m/s og hviður 14 m/s.
Róið var inn að veltuvík þar sem æfðar voru félagabjarganir í öldurótinu ásamt báts beitingu í rokinu. Leistu þau Daniel og Erna félagabjarganir af mikilli fagmennsku.
Var haldið inn að Þerneyjarsundi og nýja flotbrú Snæfara prufuð. Þar sýndi Eymi okkur hvernig ætti að gera heljarstökk aftur ábak ofan af bryggjunni, maður á geinilega að lenda á hausnum. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.
Síðan var tekið lensið inn að geldingar tanga og farið með landi frá Pólsku bryggju.
Sást til Daníels sýna surf takta og ýmsar kúnstir framkvæmdar af öllum hópnum.
Þakka ég fyrir skemmtilegan róður og góðan hóp.
Læt nokkar myndir fylgja með:
plus.google.com/114401003765744600291/posts/D7MXwgrgnCQ

kv
Sigurjón M

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2014 16:57 - 07 ágú 2014 16:57 #2 by siggi98
Vegna veðurs fellur surfferð niður og verður félagsróður á venjulegum tíma niður í geldingarnesi mæting 18:30 Geldingarnes á sjó kl 19:00

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2014 21:49 #3 by Össur I
Replied by Össur I on topic Félagsróður 07.08.2014
djöfull lýst mér vel á ykkur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2014 18:16 - 06 ágú 2014 19:15 #4 by siggi98
Replied by siggi98 on topic Félagsróður 07.08.2014
Til að vera komin á sjó á svipuðum tíma og vanalega verður brottför kl 18 frá geldingarnesi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2014 18:03 #5 by Gummi
Replied by Gummi on topic Félagsróður 07.08.2014
Ölduspáin er aðeins búin að lækka, úr 1,5m í 0,9m sem er alveg fínt fyrir óvana. En það sem býr til þessar öldur er lægð sem lónar fyrir austan land í kvöld og fram eftir degi á morgun en vindur frá henni skilar sér ekki inn í Þorlákshöfn svo þar verður nokkuð þægilegt veður, 0 - 2msek.
Nú er tækifæri til að prufa einhvað nýtt með vönum.

Það er spurning að róðrarstjóri setji inn brottfarartíma frá Geldinganesi.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2014 16:43 - 06 ágú 2014 16:43 #6 by Össur I
Replied by Össur I on topic Félagsróður 07.08.2014
Hljómar vel :)
Mæti og tek hjálminn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2014 16:41 - 06 ágú 2014 16:43 #7 by siggi98
Það er komið að mér að vera róðrarstjóri í næsta félagsróðri á morgun.
Þar sem stór hluti af félagsmönnum er á leið í stærstu ferð sumarsins Breiðarfjörðinn og annar hópur á leið í surfið með Gumma í Þorlákshöfn á morgun.
Legg ég til við fáu sem eftir verðum skellum okkur með Gumma í Þorlákshöfn í hóflegar surf aðstæður.
NB! Hjálmar skilyrði

kayakklubburinn.is/index.php/component/k...urf-edha-hvita#11136

Hvernig líst ykkur á það
Kv
Sigurjón

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum