Kayakræðarar í vanda útaf Munaðarnesi

06 ágú 2014 21:57 #1 by Jónas G.
Það kemur pistill síðar, þetta var algjört vanmat á aðstæðum, við lentum allir í sjónum en við 2 sem vorum saman komumst aftur í bátana og festum okkur saman, en þegar við komum að klettum á ströndinni losuðum við okkur í sundur og ég náði að róa í land en félagi minn komst í við illan leik í land, en við skrifum ítarlega atvikalýsingu síðar.
Kv. Jónas

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2014 20:03 - 06 ágú 2014 21:13 #2 by Sævar H.
Hefur Kayakklúbburinn fengið nánari upplýsingar um þetta tilvik sem varð norðan við Munaðarnes á Ströndum nú um Verslunarmannahelgina.
Þrír kayayræðarar lögðu upp frá Ingólfsfirði og ætluðu fyrir Munaðarnes og væntanlega í Norðurfjörð.
Samkvæmt fréttum lentu þeir í ölduróti útaf bænum Munaðarnes og a.m.k. einum hvolfdi en hinir tveir komust við illan leik hraktir í fjöru undan Munaðarnesi.
Þarna mátti ekki mörgum mínútum muna samkvæmt fréttum
Fróðlegt ef Kayakklúbburinn er með nánari atvikalýsingu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum