Kollhnís-sundvelta með svuntu

11 ágú 2014 23:36 #1 by Sævar H.
Það er alveg ótrúlega skemmtilegt að róa yfir Eiðið þarna við Geldinganesið á stórstraumsflóði. Í vetur viðraði svo vel til við stórstraum þarna þegar við Hörður vorum að æfa fárviðris félagabjarganir að við rérum þarna yfir í um 22 m/sek af austri. Það tók í hendur.og allann kroppinn.
Ekki lýst mér á þessa flóknu innkomu í bát á hvolfi og sjálfur á sundi. eins og meistari Gísli H F lýsir svo ítarlega En hvað prófaði maður ekki væri maður yngri. Held ennþá hinni bjargföstu stefnu minni að hvolfa - ALDREI og reyna að komast upp með það.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 ágú 2014 23:22 - 11 ágú 2014 23:24 #2 by Gíslihf
Á Eiðinu mátti sjá báta, fólk og strönd speglast í fáguðum haffletinum nú í kvöld. Fólk var að ganga, róa, snæða nesti í fjöruborðinu eða sat sem dáleitt og horfði á kvöldsólina.
Við Jónas rerum með Eiðinu að Geldinganesi, þar flæddi yfir veginn og nokkrir bílar og göngufólk voru þar á flæðiskeri stödd og biðu þess að félli út á ný. Við rerum yfir Eiðið fram og til baka og á morgun milli kl. 19 og 20 verður flóðið ekki minna. Við gerðum ýmsar æfingar í "Veltuvík", m.a. að nota áraflot eftir brýningu Sævars.

Síðan fórum við yfir hina vanmetnu "kollhnís-sundveltu með svuntu", sem ég kynnti fyrir Jónasi.
Jónas náði þessu ekki alveg hjá mér svona við fyrstu sýn og vona ég að ónenfndir snillinga í hópi vorum geti einnig sýnt honum þessa veltu, þannig að ég set hér uppskriftina:
  1. sjókeipur á grúfu og ræðari á sundi (með tak á árinni)
  2. ræðari fer undir mannop, horfir í bakið á sætinu, heldur um kantana beggja vegna (með tak á árinni)
  3. hér má draga að sér andann og taka hvíldarhlé en loftlið er þó sjaldan gott þarna við sitjandann
  4. farinn er öfugur kollhnís, fætur upp og aftur fyrir höfuð, fótum og sitjanda troðið á réttan stað (með tak á árinni)
  5. svuntan er nú sett á mannopið (með tak á árinni)
  6. ferlinu er síðan lokið með veltu upp á venjulegan máta með góðu taki á árinni :)
Þetta er skemmtilegt en þó ekki alveg hættulaust. Það er nefnilega farið að ganga verulega á súrefnisforðann þegar verið er að setja svuntuna á og í flaustrinu gæti lykkjan orðið eftir fyrir innan, þá er árin hugsanlega flotin eitthvað úr handfæri og ef ekki er búið að æfa að rífa svuntuna af án lykkju gæti þetta orðið síðasta veltan.

Kær kveðja til snillinganna,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum