Tveir á báti

14 ágú 2014 09:14 - 14 ágú 2014 14:17 #1 by bernhard
Replied by bernhard on topic Tveir á báti
ótrúlega sorglegt að fólk geri þetta. Það var maður sem auglýsti Prion bát á bland.is í fyrra með mynd af sér og barninu í lúgunni, þannig að þetta er ekki einsdæmi

common sens-inn er víst ekki svo common eftir allt :-/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 ágú 2014 11:15 - 12 ágú 2014 11:17 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Tveir á báti
Þetta er alveg ótrúlegt að lesa um. Ef fólk er með svona smábarn í framsæti bifreiðar er það óðara kært - eðlilega.
Í þessu kayaktilfelli er alveg sambærilegt í gangi. Barnið alls óvarið gegn falli í sjó (smbr. ekkert öryggisbelti og í framsæt bíls)
Og að auki hvolfi bátnum þá er barnið það fysta sem fer og báturinn óflothæfur.
Svona á umsvifalaust að kæra .
Fullt tilefni til að koma þessu á framfæri í fjölmiðlum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 ágú 2014 10:53 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Tveir á báti
Skilyrðislaust að skipta sér af og helst hafa samband við lögreglu. Kayak sem fer á hvolf með opna lestarlúgu, er ekki á færi eins manns að tæma, hvað þá þegar 3-4 ára krakki er einnig í sjónum. Þetta er algjörlega galið,

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 ágú 2014 00:22 #4 by eymi
Tveir á báti was created by eymi
Get ekki orða bundist.
Við Erna rérum Viðeyjarhring í gær sem er svo sem ekki í frásögu færandi, nema hvað þegar við vorum rétt komin fram hjá Fjósaklettum á bakaleiðinni mættum við kayakræðara sem var einn á ferð að því er virtist. Ég tók á mig smá krók til að heilsa uppá kauða, sem var á hefðbundnum gulum Prion. Þekkti nú ekki manninn en heilsaði og svona þegar við mættumst, en þegar við vorum hlið við hlið tók ég eftir því að hann var alls ekki einn því að í afturlestinni sat lítill gutti, 3 - 4 ára. Ég horfði á eftir þeim orðlaus með hökuna niður á bringu, var á báðum áttum um hvort ég ætti að elta þá uppi og segja eitthvað en gerði ekkert og hélt mína leið.

Var lengi hugsi um þetta..
hvað gæti maðurinn gert ef hann hvoldi t.d. út á miðju Viðeyjarsundi? Hann var í þurrgalla en ekki krakkinn.
Var hann með síma, talstöð eða blys? Kannski ekki!

Þegar við vorum hálfun heim ákváðum við að keyra niður að Sundahöfn til að kíkja eftir þeim og að lokum keyrðum við aftur uppí Geldinganes til að tékka einhvern veginn á þeim, en sem betur fer voru þeir þá komnir í land aftur og voru að ganga frá.

Hvað finnst ykkur um þetta, á maður að skipta sér af svona... eða er þetta bara allt í lagi?!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum