Við Lilja vorum að koma heim úr Reykjanesi og áttum þar góða dvöl ásamt Eymundi og Ernu. Þegar tilkynning um frestun hér að neðan var sett kl. 19:50 vorum við rétt komin í Búðardal, enda átti hittingurinn að hefjast um kvöldið. Áður en við lögðum af stað sá ég að félagarnir frá Ísafirði mundu fresta ferð vegan veðurs til kl. 17 daginn eftir og leist okkur vel á að eiga einn rólegan dag í byrjun helgarinnar. Ekki var til umræðu að hætta við á þessu stigi, enda búið að taka frá fé og tíma fyrir þennan viðburð, redda barnapössun og þess háttar.
Dagskráin var ekki mikið öðruvísi en venjulega enda þótt við værum aðeins fjögur. Það var borðað, sofið, æft í lauginni og æft undir brúnni, sumir fóru í labbitúra en ég sat við bók Gordons Brown til upprifjunar. Sérstök hraðferð var farin út Reykjarfjörðinn frá brúnni yfir Fjarðarhornsá að bryggju með 20 m/s ± vindhviður á eftir okkur á föstudeginum. Við Eymi tókum "skylduæfingar" í straumkastinu næstu morgna, en það eru veltur á báða vegu, sundveltur, klifur og félagabjarganir auk óhjákvæmlegra æfinga milli straums og lygnu, að skáskjótast yfir straum og þess háttar.
Móttökur Jóns og Maríu á Hótel Reykjanesi klikkuðu ekki og veislan á laugardagskvöldi var frábær, en hópur sem hafði gengið á Drangajökul naut kræsinganna með okkur.
Sjór var hlýr og loft einnig, en var talsvert á fartinni.