Félagsróður 14. ágúst

15 ágú 2014 20:07 - 15 ágú 2014 22:17 #1 by Sævar H.
Þetta hefur verið skemmtilegt brölt með báta. Reyndar eru þrjár tjarnir þarna Garðatjörn á Eiðinu og síðan tvær uppi á Vesturey Miðtjörn sem er lítil og svo Stóratjörn norðar.

Meðfylgjand eru myndir af aðstæðum svona tilsýndar

2. Garðatjörn
1 Horft af Eiðinu norðan,megin yfir á Kambinn þar sem þessa tvær tjarnir eru uppi á Kambsvæðinu
3. Kort af viðey með nokkrum örnefnum.

plus.google.com/photos/11326675796839424.../6047884631477992673

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 ágú 2014 19:28 - 15 ágú 2014 19:30 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Félagsróður 14. ágúst


Þetta er allt "dagsatt"! Myndin sýnir róðurinn með gps mælingu og ég setti inn ca útlínur á tjörninni sem var allt að 50 cm djúp. Það þurfti rétt að standa upp úr bátnum á milli tjarnanna, ca 1-2 metra, en þó var vatnið samfellt milli tjarnanna. Veit ekki hvort einhver hafi tekið mynd? Haft var orð um að ekki þyrfti mikið brim til að klúfa Viðey endanlega í sundur
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 ágú 2014 19:02 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 14. ágúst
Ég tek þessa ádrepu um að þekkja ekki helstu og einföldustu kennileiti ekki beint til mín, en verð þó að viðurkenna að þessi örnenfi festast illa í mér, eins og t.d nöfnin á bjarginu að norðanverðu: Lundabakkar, Norðubakkar, Austurkinn, Norðurklappir, Norðurklettar !
Ég hef nokkrum sinnum séð flæða yfir Eiðið út í Geldinganes, en aldrei yfir Eiðið í Viðey.
Þess vegna ítreka ég að mig langar til að sjá mynd af þeim náttúruviðburði - eða játningu um ýkjur :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 ágú 2014 18:25 #4 by Sævar H.
Stóratjörn er á Vesturey við Kambinn og því > 20 m yfir sjávarmáli. Það þarf foráttuveður og stórstraum með mjög lágum loftþrýstingi til að bæta dropa í Stórutjörn.
Öðru gegnir með Garðstjörn sem er á Eiðinu milli Austur og Vestureyjar. . Mjög líklegt er að síðasti stórstraumur hafi bætt vel í Garðstjörn og hún því nærri stranda milli sunnan og norðan svo róðrarfært verði.
Svona eins og gerðist á Eiðinu norðanvert .
Þá réru menn þar yfir sem Geldinganes væri orðið að eyju.
Þegar menn og konur eru búin að róa hundruð sinnum umhverfis Viðey rangsæli sem réttsælis er orðið gott að þekkja svona helstu og einföldustu kennileiti :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 ágú 2014 17:51 - 15 ágú 2014 17:52 #5 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 14. ágúst
Ég var að vona að einhver hafi tekið mynd sem skýri hvernig unnt var að róa yfir Eiðið milli Vestur- og Austureyjar. Eru menn e.t.v. farnir að svífa í kvöldroðanum og er hægt að fá svoleiðis bát :)

Skv. kortinu sem Sævar lagði til á vefsíðu okkar er þetta líklega frekar Garðstjörn en Stóratjörn, eða hvað?

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 ágú 2014 16:31 #6 by Orsi
Replied by Orsi on topic Félagsróður 14. ágúst
Frábær róður.
Einnig vil ég þakka Klöru formanni fyrir að gera mig að aðstoðar þegar hún tók við róðrarstjórn þegar aðal var bissí á smákafla. Nú, þegar Gunnar var gerður að róðrarstjóra fyrir Vesturey, þá gerði hann mig einnig að aðstoðar.
Já, ég var aðstoðar. Og stoltur af því.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 ágú 2014 13:09 #7 by Klara
Replied by Klara on topic Félagsróður 14. ágúst
Skemmtilegur róður í frábærum félagsskap. Hrós dagsins fær Daníel sem nýtti tímann fyrir róður til að týna rusl við gámana.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 ágú 2014 11:15 #8 by Hannes
Replied by Hannes on topic Félagsróður 14. ágúst
Skemmtilegur róður og gaman að glíma við ölduna fyrir þá sem ekki eru vanir slíku sjólagi. Ekki slæmt að vita af þaulvönu fólki sér við hlið ef ske kynni að allt færi á hvolf. Takk fyrir mig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 ágú 2014 11:12 #9 by Bergþór
Aldeili frábær róður. Ekkert er betra en að róa í góðum félagsskap umhverfis Viðey og láta öldurnar vagga sér tiltölulega rólega. Öngvar „uppákomur“ þó einum og einum hafi hvolft. Ýmsir viðhöfðu æfingar á meðan þeim var „bjargað“. Stjórnun var til fyrirmyndar .
Það eykur ánægjuna að vera í slíkum félagsskap og finna samkenndina og geta notið náttúrunnar í döggvotu kvöldhúminu – koma þreyttur og glaður heill heim.
Þakka fyrir mig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 ágú 2014 10:12 #10 by Ingi
Replied by Ingi on topic Félagsróður 14. ágúst
Fínn róður í góðum hópi.
Verkefni fyrir ljósmyndara klúbbsins að ná mynd af þessari tjörn og koma henni á Google Earth. Við ættum kannski að gera það að gamni okkar að setja inn myndir af róðrarleiðum okkar á Googel Earth fyrir ræðara sem eiga eftir að koma og róa í þessu frábæra umhverfi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2014 23:37 - 15 ágú 2014 11:04 #11 by SAS
Replied by SAS on topic Félagsróður 14. ágúst
23 réru að þessu sinni. Vindurinn var heldur meiri en var spáð, kl 20:00 var SV 6-8 m/s á Geldinganesinu, þannig að aldan var bara ágæt. Viðeyjarhringur var róin réttsælis. Við Fjósakletta soguðust nokkrir vanir ræðarar að öldunni sem var við klettana, sem skilaði einum á sundi. Við SV hornið á Viðey (Áttæringvör) var nokkur ólga sem varð til þess að annar ræðari bleytti aðeins í sér, en var snarlega tekinn í félagabjörgun. Kaffistopp var tekið í norðan grillskálans, þar sem sumir týndu kúmen meðan aðrir sötruðu te og kaffi. Eftir kaffi var hópnum skipt upp, þar sem 18 réru vestur fyrir Viðey, en 5 réru yfir Viðey, Væntanlega í fyrsta skiptið sem róið er yfir Viðey, en Stóratjörn hefur stækkað mikið á háflóðinu og náði nánast að sjó sunnan og norðan Viðeyjar. Á heimleiðinni voru svo teknar nokkrar hefðbundnar sull og björgunaræfingar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2014 09:14 #12 by SAS
Undirritaður er róðrarstjóri í kvöld. Spáð er fyrirtaks róðraveðri, SV 4, 11 stiga hita. Háflæði í Rvk er kl 21:09.
Hvert verður róið ræðst af hópnum sem mætir. Er ekki langt síðan að félagsróður hefur farið Lundeyjarhring eða Viðeyjarhring?Alla vega er stefnt á 9-10 km róður með björgunar og sull æfingum í lokin.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum