Á kænu til USA

18 ágú 2014 18:34 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Á kænu til USA
Takk fyrir þetta Fylkir.
Áhugavert að skoða þessa sænsku síðu.
Heitið á þessu umræðuþræði er reyndar orðið svolítið villandi,
en gott væri að heyra hvað öðrum finnst um þetta efni.

Kv. Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 ágú 2014 18:21 - 18 ágú 2014 18:23 #2 by Icekayak
Replied by Icekayak on topic Á kænu til USA
Það er nú svo langt í frá að ég sé að benda á einhverjar keppnisreglur, enda engin af þeim nefndum sem halda utanum hringróðra í hverju landi fyrir sig að spá í slíku. Þar sem haldið er myndarlega utanum það hverjir hafa fengið viðurkennda róðra, samkvæmt gildandi reglum, kemur auðvitað fram hversu marga daga viðkomandi var á leiðinni. Svíarnir eru svo með "hall of fame" á sinni síðu, en slíkt er mest til gamans gert og fyrir fjölmarga málinu óviðkomandi.
Ég vildi einungis benda á td. sænsku reglurnar www.havspaddlarnasblaband.se/e_regler.html sem handhægt lesefni, sem hægt væri að staðfæra, án þess þó að fara yfir strikið. Í þessum reglum er það öryggið og framkvæmd róðursins það sem ræður för.
Reglur geta verið bæði góðar og slæmar, þar sem þetta er sú viðmiðun sem notuð er hjá nágrönnum okkar hér í Scandinavíu og hefur nýst einstaklega vel. Væri um hentugan byrjunnarreit að ræða í íslenskri reglugerð.
Í þessum norrænu reglum er td. um fastan byrjunnarreit að ræða, þar sem Ísland er eyja, væri í mínum huga fráleitt að fastsetja slíkt. Það er eingin vafi á að virðing fyrir íslandsróðr,i myndi færast á annað stig við að búin væri til rammi utanum róðurinn, og allir sætu við sama borð við að fá viðurkenndan róðurinn eftirá.
Þess ber þó að geta að ekki allir þeir sem róa þessa "hringróðra" fara eftir þessum reglum og gera þetta bara á sínum eigin forsendum. En það er nú svo ólíku saman að jafna, líkt og Sævar bendir á varðandi td. það að fara í land og pakka saman, ef áhugin eða kraftana þverr. Að regluverk og viðmiðanir ef slíkar fyndust, myndu gera nálgunina á viðfangsefninu miklu raunhæfari. Og á þann hátt kannski ná að gera fólki betur grein fyrir því hvað er í vændum...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 ágú 2014 13:14 - 18 ágú 2014 17:52 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Á kænu til USA
Ég held að einmenningsróður umhverfis Ísland sé í sérflokki miðað við Evrópulönd. Það er margt sem kemur til . Eitt erfiðasta sjólag í heimi. Mjög snögg veðrabrigði, kaldur sjór og mjög strjálbýlt með megin hluta þess svæðis er farið er um - og síðast en ekki síst megin mál- Suðurströndin með sínum gríðalegu sandflæmum í sterkum tengslum við hafstrauma og úthafsöldu. Einstakt fyrirbrigði að róa einn umhverfis ísland.
Jú að vera í sambandi við Gæsluna á nokkurra klst fresti er gott þar sem samband næst. Spottækið er eitt það mikilvægasta- en það verður samt einhver á vera á vakt að fylgjast með ferli róðurs- en einnig það getur dottið út við hálendi strandarinnar. Síðan er það viðbragðshraði björgunar komi alvarlegt tilvik upp. - hann gæti verið frá skammri stund upp í margar klst. eftir staðsetningu. Allt þetta er til viðbótar búnaði kayakræðarans, líkamlegu ástandi á hverjum tíma .
Áhættustig við að róa einn sín liðs umhverfis Ísland verður altaf mjög hátt .

Ég er smá kunnugur þessu sem að ofan er talið-sem áhugasamur áhorfandi .
Á hringróðri
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 ágú 2014 09:56 - 18 ágú 2014 10:01 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Á kænu til USA
Við (Fylkir) erum ekki á sömu blaðsíðu í þessari umræðu. Mér virðist Fylkir vera að fjalla um keppnisreglur en ég átti við öryggisreglur.
Það verður seint raunhæft að skilgreina keppnisreglur fyrir hringróður umhverfis Ísland, vegna náttúrufars, einkum veðurs, verða engar tvær ferðir sambærilegar. Þá aðeins væri raunhæft að tala um keppni, að hópur færi af stað samtímis og úrslit úr þeirri keppni væri þá ekki sambærileg við keppni árið áður. Það sem mælir svo gegn slíkri keppni er að þá glatast samvinnan, liðsandinn sem mundi geta gert slíka langferð heillandi verkefni fremur en hættuspil.

Það sem við Reynir Tómas og Guðni Páll höfum verið að hugsa um er meira öryggi ræðara, ekki síst einfara, sem leggja jafnvel af stað án þess að nokkur á svæðinu viti um þá eða fylgist með þeim, einfara sem vilja helst ekki láta Gæsluna eða aðra björgunaraðila vita af sér. Svo þegar illa fer, eða vanhæfni vekur furðu almennings og yfirvalda, þá verður það stimpill sem við fáum á okkur.

Örlygur hefur tekið saman gott efni um búnað og færni á sjókayak, sjá fræðsluefni hér á vefsíðunni. Það má nýta það og taka svo með sérstaka þætti sem tengjast slíkum leiðöngrum til að gera tillögur um fyribyggjandi reglur tengda öryggi ræðara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 ágú 2014 21:00 #5 by Icekayak
Replied by Icekayak on topic Á kænu til USA
Líst vel á að setja grundvallar reglur um búnað, í hringróðri um Ísland. Nokkuð sem þó gengið er út frá að þeir/þær sem taka sér slíkar ferðir á hendur annarsstaðar, séu í stakk búnir að meta sjálfir. Kemur þá til greina að meta, breidd kajaka, lengd eða tegund ára ?
Reglur ef einhverjar eru um svona róður, fjalla yfirleitt um framkvæmdina, er maður sjálfur á ferð eða er maður umkringdur fylgdarliði, sem kemur til hjálpar eða aðstoðar eftir hentugleik. Ef taka skal mið af hinum norðurlöndunum, þá gildir það eitt ef maður vill fá róður viðurkendan, að ræðarinn hafi verið á eigin vegum. Allar viðgerðir skulu framkvæmdar af ræðaranum sjálfum, einungis er leyfilegt að endurnýja "öryggis útbúnað".... og þar fram eftir götunum.
Einfaldast (að mínu mati) væri að staðfæra þær reglur sem gilda um td. Sænsku, Finnsku eða Dönsku hringróðrana, í stað þess að reyna að búa til trúverðugt regluverk á eigin spýtur.
Fram til þessa hafa menn komist hringinn á hinum ýmsustu forsendum, og í sjálfu sér er ekkert að því. Ef sömu aðilar eiga svo að semja reglur fyrir þá sem á eftir koma, þá hljómar það líkt og að sitja beggja megin borðsins, og í versta falli stöðvar alla framþróun í nefndum hringferðum.
Ég hef áður (sem kunnugur) blandað mér í umræður þessu tengdar, þar sem sérstaða Íslands var (á þeim tíma) talinn langt yfir allt norrænt eða alþjóðlegt regluverk hafin. Ekki skal ég draga slíkt í efa, vil einungis benda í átt að þeim staðreyndum sem svona róðrar taka mið af fyrir utan 200 mílurnar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 ágú 2014 18:31 #6 by Gummi
Replied by Gummi on topic Á kænu til USA
Þetta er bara smá skekta og greinilegt að reiðin var ekki vel upp settur, framstagið slagt og fokkan illa upp sett. En löngun fólks til að komast til fyrirheitna landsins er mikil og þá skiptir engu hver farkosturinn er.
Björgunarvestin sem við notum eru aðeins "sundvesti" og viðurkennd sem slík og er nokkuð öruggt að ef við lendum í sjónum rænulaus þá munum við drukkna vegna þess að andlitið mun alltaf lenda í sjónum og vitin því lenda á kafi í vatni. "Björgunarvesti" þarf að vera með floti að framan og fyrir aftan hnakkan, með böndum sem fara í gegnum klofið til að halda vestinu á réttum stað. Gallinn við þessi vesti er að aðal flotið er að framan og því erfitt að athafna sig með allt þetta auka flot framan á sér og henta því illa við kayakróður.
Börn sem fara á siglinganámskeið eru látin nota björgunarvesti en þegar þau eru farin að sigla á eigin vegum er skipt yfir í sundvestin.
En ég tek eftir á auglýsingu frá einum aðal innflutningsaðilanum á kayökum að það þarf ekki að vera í flotvesti í þessu sporti ef maður er bara nógu hress og getur troðið ógrynni af fólki í SOT dallinn sinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 ágú 2014 17:15 - 17 ágú 2014 17:17 #7 by Gíslihf
Á kænu til USA was created by Gíslihf
Hér er frétt un að breska strandgæslan RNLI hafi stöðvað illa búinn siglingamann.
news.sky.com/story/1320251/man-rescued-t...-to-us-in-300-dinghy
Ég veit ekki hvað skútukallar segja um þennan farkost, en m.a. kemur fram að flotvesti eins og við notum séu ófullnægjandi. Flest annað var reyndar í ólagi.
Við Reynir Tómas og Guðni Páll höfum velt því fyrir okkur eftir þetta sumar hvort ekki væri betra að til væru viðmiðunarreglur um búnað og færni fyrir ræðara á sjókeipum, sem leggja af stað í hringróður umhverfis Ísland. Við gætum gert tillögur eða klúbbsamþykkt en annars kemur að því að aðrir setja reglur og þá gætu þær orðið þannig að ekkert yrði um slikar ferðir framar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum