Það er nú svo langt í frá að ég sé að benda á einhverjar keppnisreglur, enda engin af þeim nefndum sem halda utanum hringróðra í hverju landi fyrir sig að spá í slíku. Þar sem haldið er myndarlega utanum það hverjir hafa fengið viðurkennda róðra, samkvæmt gildandi reglum, kemur auðvitað fram hversu marga daga viðkomandi var á leiðinni. Svíarnir eru svo með "hall of fame" á sinni síðu, en slíkt er mest til gamans gert og fyrir fjölmarga málinu óviðkomandi.
Ég vildi einungis benda á td. sænsku reglurnar
www.havspaddlarnasblaband.se/e_regler.html sem handhægt lesefni, sem hægt væri að staðfæra, án þess þó að fara yfir strikið. Í þessum reglum er það öryggið og framkvæmd róðursins það sem ræður för.
Reglur geta verið bæði góðar og slæmar, þar sem þetta er sú viðmiðun sem notuð er hjá nágrönnum okkar hér í Scandinavíu og hefur nýst einstaklega vel. Væri um hentugan byrjunnarreit að ræða í íslenskri reglugerð.
Í þessum norrænu reglum er td. um fastan byrjunnarreit að ræða, þar sem Ísland er eyja, væri í mínum huga fráleitt að fastsetja slíkt. Það er eingin vafi á að virðing fyrir íslandsróðr,i myndi færast á annað stig við að búin væri til rammi utanum róðurinn, og allir sætu við sama borð við að fá viðurkenndan róðurinn eftirá.
Þess ber þó að geta að ekki allir þeir sem róa þessa "hringróðra" fara eftir þessum reglum og gera þetta bara á sínum eigin forsendum. En það er nú svo ólíku saman að jafna, líkt og Sævar bendir á varðandi td. það að fara í land og pakka saman, ef áhugin eða kraftana þverr. Að regluverk og viðmiðanir ef slíkar fyndust, myndu gera nálgunina á viðfangsefninu miklu raunhæfari. Og á þann hátt kannski ná að gera fólki betur grein fyrir því hvað er í vændum...