Félagsróður 21. ágúst

22 ágú 2014 16:43 #1 by Bergþór
Heldur var vindasamara en reiknað var með, sjór úfinn og nokkur undiralda fyrir opnu hafi. Skemmtilegur róður engu að síður. Róðrarstjórnin er til fyrirmyndar eins og áður. Hópnum var haldið saman þegar farið var fyrir vesturenda Þerneyar og mest gekk á. Vanir ræðarar fylgdu þeim sem það vildu. Enginn fór í sjóinn án þess að vilja það. Ýmsar æfingar voru gerðar. Nýjast er að kasta árinni langt frá bátnum, velta á höndunum og finna árina aftur. Áhugavert.
Þakka ánægjulega samveru.

Bergþór

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 ágú 2014 09:53 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Félagsróður 21. ágúst
Páll R tók að sér að sinna róðrastjórn. Það var töluvert meiri vindur að NV, en var spáð með tilheyrandi öldu. Lagt var út að austan frá höfuðstöðvunum, róið í Þerney, þar sem var tekið kaffistopp. Síðan var Þerney hringuð og lensað til baka, komið í land austan Geldinganes,. Eins og alltaf voru sull æfingar teknar í lokin, enda sjóirinn hvað heitastur núna. Taldi ekki hópinn í gær, en lausleg talning í dag telur 13 ræðara, er örugglega að gleyma einhverjum.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2014 10:07 #3 by Gíslihf
Það var víst búið að setja mig sem róðrarstjóra á þetta kvöld, en ég kemst því miður ekki.
Ef Sveinn Axel getur mætt takur hann að sér hlutverkið, annars einhver úr hópi hinna hæfustu sem mæta.
Góðan félagsróður.
Kv. Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum