Hálfmaraþon 2014 Nauthólsvík-Geldinganes

01 sep 2014 08:25 - 01 sep 2014 09:13 #1 by SAS
Vegalengdirnar á Gps tækinu hjá mér voru 8,1 km í skyldustoppið, heildin var 21,9 km. Meðalhraðinn ætti því að breytast aðeins, ef þessar vegalengdir eru notaður, þar sem munar 300 metrum..

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2014 22:42 #2 by eymi
Hér er trakkið mitt í keppninni, það væri gaman að bera það saman við hjá öðrum. Mér fannst ég spila þetta nokkuð seif þegar ég fór fyrir Gróttu.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2014 21:45 #3 by Ingi
skemmtilegar pælingar en ég sé á Garmin tækinu sem tekur staðsetningu á 30 sek fresti hvernig hraðinn er á hverjum tíma. Það er rétt hjá Sævari að við fengum strauminn á móti og því meira sem keppendur komu seinna. Þannig að fremstu menn sleppa best. Er það ekki alltaf svoleiðis?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2014 21:40 #4 by Sævar H.
Það var flóð í Reykjavík kl 8:52 . og fjara kl 15:05, þann 30.8 og nokkuð stórstreymt þannig að frá Gróttu og alveg í mark inni í Geldinganesi hefur verið mótstraumur á útfallinu. Það munar verulega um það .á þessum langa legg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2014 21:15 - 31 ágú 2014 21:19 #5 by Gíslihf

Það kemur í ljós við úrvinnslu þessara tíma og millitíma að ræðarar hafa að meðaltali farið 6,4% hægar á seinni hluta leiðarinnar, þrátt fyrir meðvind. Skýringin er væntanlega þreyta. Þá kemur í ljós að Eymi hefur hægt minnst á sér eða um 1,6% og næst koma Örlygur 2,6% og Gunnar Svanberg 2,7%. Þið getið vafalaust lesið fleira út úr þessum tölum en ég reyni að setja mynd af ExCel síðunni í viðhengi.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2014 13:14 #6 by Ingi
Hér er mynd af róðrarleiðinni. þetta eru 8,2 km að fyrsta stoppi og alls 22,3 km skv Garminum mínum.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2014 12:25 - 31 ágú 2014 12:47 #7 by Gíslihf
Þetta var ánægjulegur keppnisdagur, gott veður og allir virtust njóta leiksins fyrir utan eðlilegar þjáningar keppenda í þrekróðri. Sjálfur var ég í landliðinu ásamt Jónasi og nokkrum góðum konum og annaðist ég ræsingu, reglugæslu og tímamælingu og hef reyndar þekkt Inga lengur en ykkur hin, en minnið gæti verið farið að svíkja hann!
Sé það rétt að róin vegalengd hafi verið 22 km þá virðist mér Eymi hafa róið á meðalhraða nálægt 10,2 km/h og Óli á 10,0 km/h
Hafi einhver nákvæma skiptingu vegalengda í fyrri og síðari hluta væri áhugavert að reikna meðalhraða keppenda á fyrri- og síðari hluta. Ég á t.d. von á að Eymi hafi þá reynslu af róðri og hlaupum að vita hvað hann mátti leyfa sér í fyrri hlutanum til að halda sínum hraða áfram og aðstæður voru svipaðar m.t.t. hraða.
En - þetta væri áhugaverð athugun.

PS: Eru þetta ekki smá ýkjur hjá Mogganum:
" Tölu­vert af fólki fylgd­ist með kepp­end­um og tók á móti þeim við marklín­una. Þar af voru flest­ir meðlima Kayak­klúbbs­ins sem eru 400 tals­ins. "

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2014 09:33 #8 by Egill Þ
Sigurvegarar:

Konur - Ferðabátar
1 - Klara Bjartmarz
2 - Björg Kjartansdóttir

Karlar - Ferðabátar
1 - Eymundur
2 - Ólafur Einarsson
3 - Sveinn Axel Sveinsson

Karlar - Keppnisbátar
1 - Gunnar Svanberg Skúlason
2 - Bernhard Kristinn Ingimundarson

Meðfylgjandi eru lokatímar og millitími í stoppi.

Eymundur Ingimundarson - 2:09:36 (47:10) Ferðabátur
Ólafur Einarsson - 2:12:48 (47:20) Ferðabátur
Sveinn Axel Sveinsson - 2:17:24 (47:52) Ferðabátur
Gunnar Svanberg Skúlason - 2:18:51 (50:10) Keppnisbátur
Bernhard Kristinn Ingimundarson - 2:19:29 (47:18) Keppnisbátur
Egill Þorsteins - 2:23:28 (50:24) Ferðabátur
Guðmundur Breiðdal - 2:24:48 (50:22) Ferðabátur
Örlygur Sigurjónsson - 2:27:06 (53:12) Ferðabátur
Gunnar Ingi Gunnarsson - 2:30:47 (52:32) Ferðabátur
Marc - 2:33:05 (52:36) Ferðabátur
Ágúst Ingi Sigurðsson - 2:34:08 (55:15) Ferðabátur
Páll Reynisson - 2:36:00 (55:40) Ferðabátur
Klara Bjartmarz - 2:37:25 (56:00) Ferðabátur
Edvin - 2:39:40 (55:30) Ferðabátur
Björg Kjartansdóttir - 2:58:55 (62:00) Ferðabátur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 ágú 2014 22:45 - 30 ágú 2014 22:46 #9 by SAS
Það er rétt hjá þér Ingi, að Eymi stakk sér inn á milli brotanna NV við Gróttu og náði smá forskoti, En hann jók við forskotið á leiðinni í Geldinganesið sem skilaði besta tíma á þessari leið "ever". Og þetta gerði guttinn á ferðabát. Ótrúlegur nagli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 ágú 2014 20:35 #10 by Ingi
Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir í dag. fyrstu 8 kílometrarnir voru á spegilsléttum sjó. skemmtileg og hæg úthafsalda tók við okkur í þegar við sveigðum í norður í átt að fyrsta og eina stoppi. Eymi stakk sér listilega á milli tveggja brota og náði þar með forskoti sem dugði til enda. Ég sá þetta úr alltof mikilli fjarlægð en hef það fyrir satt. Ræðar týndust einn af öðrum í 5 mínútna skyldustopp þar sem Hildur og fleiri tóku á móti keppendum með vel þegnar veitingar.
Það brimaði aðeins fyrir utan Gróttuvita og Þóra hélt keppendum í öruggri fjarlægð frá grunnbrotum og sá til þess að keppendur færu sér ekki að voða enda ekki fýsilegt að taka veltuna í þaragrjótinu.
Gjólan var á hlið þar tilað beygt var við Sólarfarið og fengum við lens eða því sem næst alla restina af þessari 22 km leið.

Allir komust á leiðarenda án þess að þurfa bleyta hárið og ég held að flestir hafi náð sínum besta tíma. Við söknuðum þó Vestfirðingana en Kayakhöllin veitti harða keppni.

Kærar þakkir til keppnisnefndar og allra tímavarðana þó að ég hafi ekki notið þess að þekkja þá persónulega í þetta skipti.
Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 ágú 2014 17:44 #11 by Jónas G.
Hæ, hérna er slatti af myndum frá hálfmarþoninu í dag, þetta var alveg fínasta keppni.
Kv. Jónas

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 ágú 2014 17:23 - 30 ágú 2014 21:34 #12 by SPerla
Góður dagur sem er næstum því að kveldi komin.
Óska sigurvegurum til hamingju.

Hér eru myndir frá mér: picasaweb.google.com/perlath/HalfmaraOn3...Gv1sRgCMP9r_eC6tvnOQ

Myndasíðan virkar vonandi núna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 ágú 2014 17:05 - 31 ágú 2014 09:45 #13 by Sævar H.
Þar sem ég mislas tímasetninguna á "Ræs" í hálfa maraþoninu og hélt að upphafið væri kl 12:00 í Nauthólsvík þá missti ég bæði af upphafinu og stoppinu í Gróttu en náði að taka á móti keppendum í heimahöfn inni í Geldinganesi.
Veður var ágætt en frekar þungbúið - stillt í sjóinn þarna við Geldinganesið- það var útfall.
Fyrsti keppandinn og sigurvegari var hann Eymi - hann var lang fyrstur. Eymi var á reynslu miklum bát-Rockpool - þeim sem Guðni Páll réri hringinn.. Síðan komu keppendur einn af öðrum og hún Björg tryggði að allir skiluðu sér að landi.
Þetta var hin besta skemmtun fyrir okkur sem vorum í móttökunni.
Siðan voru veitingar í boði sem hún Hildur sá um.
Flottur kayakdagur svona í sumarlokin- Takk fyrir það.

Eymi sigurvegari

Og hér fylgja nokkrar myndir af gleðinni hafi einhverjir áhuga fyrir svoleiðis :-)

plus.google.com/photos/11326675796839424.../6053401457752936977
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 ágú 2014 22:04 #14 by gunnarsvanberg
Ég mæti. Þetta verður gaman...þó svo að það verði lítið um vind og öldur.
Verð á Surf ski með vængár.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 ágú 2014 11:35 #15 by Egill Þ
Það verður sama braut og í fyrra. Baugjan sem Brokay hafði við Sólfarið er farin en við ætlum að setja út nýja baugju í kvöld. Hún verður lítil og óvíst hvort hún sjáist langt að. Hún verður staðsett nærri landi við Sólfarið.

kv. Egill

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum