Fyrirlestur um kayaksmíði (SOF) 3. sep

01 sep 2014 20:08 #1 by Ingi
Þetta er skemmtilegur vinkill á sportið. Það verður enginn svikinn á að kynna sér þróun og smíðaaðferðir þessa frábæra farkosts. Ég ætla að mæta ef vinnan er ekki að trufla.
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2014 12:17 - 01 sep 2014 12:17 #2 by SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 ágú 2014 15:55 - 01 sep 2014 12:17 #3 by SAS
Óskað var eftir að Kayakklúbburinn auglýsti eftirfarandi viðburð sem ætti að vekja töluverðan áhuga margra félagsmanna

Menningarmiðstöðin Gerðuberg



Á fyrsta Handverkskaffi haustsins í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, miðvikudagskvöldið
3. september kl. 20, mun Hjörtur Garðarsson kynna hvernig smíða má sinn eigin inúíta
kajak úr viði og segldúk. Hjörtur mun sýna myndir og segja frá smíðinni auk þess sem
tveir fullsmíðaðir kajakar og einn sem enn er í smíðum verða á staðnum. Áhugasamir
kajakræðarar, hagleikssmiðir og handverksfólk ættu ekki að láta þetta tækifæri fram hjá sér
fara en auk smíðinnar mun siglinga-, sjóara- og jafnvel veiðisögur bera á góma.
Hjörtur kynntist kajaksmíði fyrir um áratug þegar hann bjó í Danmörku en smíðaði sinn
fyrsta kajak í Noregi stuttu síðar. Hann heillaðist fyrst af handverkinu í kringum smíðina en
kynntist kajakróðri í kjölfarið. Hjörtur hefur róið talsvert með grænlenskum kajakklúbbi í
Kaupmannahöfn og síðar við Íslandsstrendur og nýlega bættust svartfuglsveiðar á kajak við
ánægjustundir á sjó.

Hjörtur hefur smíðað fjöldamarga kajaka auk þess að hafa leiðbeint öðrum við smíðina.

Á Handverkskaffinu í Gerðubergi verða tveir fullsmíðaðir bátar, annar þeirra með Vestur-
Grænlensku lagi en hinn með svo kölluðu King Island sniði sem kennt er við eyju við
Norðvestur strönd Alaska. Þriðji báturinn, sá sem enn er í smíðum, er með fyrr nefnda laginu
– því Vestur-Grænlenska. Smíðin felst í að gera grind eftir hefðinni úr viði og strengja þykkan
bómullardúk yfir. Ekki eru notaðir naglar eða skrúfur við smíðina heldur er viðurinn bundinn
saman eða festur saman með trétöppum. Þegar grindin er tilbúin er hún klædd dúk sem
málaður er með línolíum málningu til að gera hann vatnsheldan. Bak við smíðina liggur mikil,
vandasöm og skemmtileg vinna en fátt jafnast á við að róa á heimasmíðuðum bát.

Kynningin hefst kl. 20 og stendur til kl. 22 – aðgangur ókeypis, allir velkomnir
Miðvikudaginn 3. september kl. 20-22
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum