Umhverfisstofnun stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um plast í hafi nú í september. Yfirskriftin er "vertu með að hreinsa plastið úr heimshöfunum" og verður kynningardagur fyrir ráðstefnuna á Degi íslenskrar náttúru 16. september.
Ýmis grasrótarsamtök taka þátt í átakinu með því til dæmis að hreinsa umhverfi sitt. Getur Kayakklúbburinn lagt sitt af mörkum? Ættum við að vera með umhverfisdag klúbbsins? Eða "róður fyrir umhverfið"? Ég held að við höfum öll rekist á plastdrasl í róðrum og séð skaðsemi þess. Getum við lagt okkar af mörkum?
Frekari upplýsingar um átakið:
www.ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2...tid-ur-heimshofunum/