Næturróðrar 2014

03 okt 2014 17:34 - 03 okt 2014 18:29 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Næturróðrar 2014
Minnst á Langasjávar túrinn hinn mikla þá var ég svo heppinn að minn góði bensínprímus gaf nægjanlegan hita í að hafa snarpheitt vatn á hitabrúsa - ekki langt frá höfðalaginu.
Þegar skjálftinn í kroppnum hristi mig til vöku- þá var sopið á úr hitabrúsanum góða.
Þannig að kroppurinn fékk af og til hitainnspýtingu . Góður prímus er gulls ígildi.
Því kynntist ég í Hornstrandarferð 13 árum áður - þá einn á ferð.,að gasprímusinn minn virkaði illa eða ekki við < 2 °C eins og var í Hornvíkinni.
Þá var vatnið ískalt og ekki alltaf soðinn matur.
Þá reyndi á list að komast af.
En ástandið stóð ekki lengi því ferðahópur birtist og var með fínar hitunargræjur.
Þá fékk ég heitt vatn á brúsa eftir þörf og fékk að stinga pulsu í pott hjá þeim líka..
Eftir það keypti ég mér bensínprímus- hann klikkar ekki á hitun :-)
Fjalla-Eyvindur leitaði upp jarðhitasvæði og byggði sín hreysi alltaf yfir rennandi læk- snjalla maður Eyvindur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 okt 2014 16:43 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2014
það er nú þannig að ég get ekki lagst í svefnpoka í tjaldi, án þess að hugsa með nettum hryllingi um kalda nótt þína við Langasjó árið 2007. Svefnpokinn niðrí byggð og eina ráðstöfunin blautt björgunarvesti til að breiða oná sig. Hitastigið slefaði í 2-3 gráður og ískaldur norðanvindurr sópast niður af Vatnajökli á eymingjalegar tjaldbúðirnar. Semsagt ísköld útilega.
Þú varst líka með samlitar kinnar og varir þegar þú steigst út, gráblátt allt saman og stirður og kaldur. En hraustlega gert.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 okt 2014 16:01 - 03 okt 2014 16:02 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Næturróðrar 2014
Þetta hefur verið góð útivist hjá ykkur róðrarþrenningunni. og ekki á við tilvitnun í Stein Steinar þar sem hann lýsir aðstæðum sínum þannig :
Kvenmannlaus í kulda og trekki
kúri ég hér volandi
Þetta er ekki ekki
ekki þolandi

Svo sannalega kraftmikið og djarft hjá henni Perlu að fara með karlpeningnum í útileguróður . :-)
Gaman að þessu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 okt 2014 10:51 - 03 okt 2014 11:04 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Næturróðrar 2014
Stutt og eftirminnileg ferð er að baki undir öruggri stjórn Örlygs.
BAKKA! æpir hann og jafnskjótt má sjá samtaka áralag markvisst aftur á bak eins og í vel æfðum dansflokki og við rennum inn í skjólið við fjöruna að baki á ný. Við höfðum fylgt fjörunni frá oddanum við "Veltuvík" þar til skugginn af Helguhól skreið fram á sjóinn og lentum skyndilega þá í stríðum vindstreng og reiðilegu sjólagi. Ferðin var góð æfing í að meta hvenær ekki verður aftur snúið. Málið snýst ekki um hvort hópurinn muni komast næsta áfanga, heldur hvernig óvænt atvik verði leyst.
Við hörfuðum til baka í kaffigáminn eftir að hafa bakkað og snúið við í annað sinn norðan við Geldinganes. Það var hrollur í okkur eftir að hafa svitnað í hviðunum, við sátum við borðið og ég var farinn að geispa enda kominn venjulegur svefntími hjá mér, en kakóbollar yljuðu okkur vel. Það var ekki á dagskrá að fara heim í hlýja rúmið sitt, vindhviðurnar voru orðnar mildari, ljósið á pallinum var slökkt og róið á ný út í myrkrið.
Um tíma stefndum við á að fara um Þerneyjarsund, norðan við eyjuna í skjóli og skjótast svo fyrir vestureindann inn í víkina. Sú áætlun breyttist þegar við þeyttumst inn fyrir Þerney í vaxandi vindi og ruglandi sjólagi og tókum við land skammt sunnan við kofann.
Það var góð æfing fyrir hvern og einn að setja tjald sitt upp hjálparlaust í vindinum og þegar ég skreið inn í Helsport tjaldið góða var fjarri mér að öfunda ykkur sem kúrðuð í mjúkum rúmum í of heitum svernherbergjum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 okt 2014 12:28 - 02 okt 2014 21:49 #5 by SPerla
Replied by SPerla on topic Næturróðrar 2014
Næturróðrarsería verður að vera árlegur viðburður segi ég.........og helst tvisvar á ári :)
Veðrið lét okkur hafa svoltið fyrir þessu í gær sem gerði þetta bara skemmtilegra. Maður hefur bara gott af því að fá smá veður-löðrung einstaka sinnum.
Þakka Örlygi fyrir snúðana (launaði drengnum með kexi í staðinn:) og að hafa planlagt þessa næturróðrarseríu sem var gargandi snilld og frábær endir í boði hugmyndasmiðju Gísla.
Takk fyrir mig.

Hér eru myndirnar sem ég tók
picasaweb.google.com/111324008179441784608/NTurroUr1Okt

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 okt 2014 11:07 - 02 okt 2014 12:37 #6 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2014
jæja þá er þessari fyrstu næturróðraseríu lokið og í henni tóku alls 13 manns þátt.

Í gær komu þrír, allir með viðlegudót, þannig að stefnan var sett beint á Þerney, en sá stutti túr var sýnd veiði en ekki gefin. Of mikill sjór norðan Geldinganess allt inn á Þerneyjarsund og brimlæti. Það þurfti því þrjár tilraunir til að komast út í eyju, eftir viðsnúning tvívegis, þar af einu sinni alla leið heim í kaffistofu, þar sem félagar kláruðu fyrir mér ömmusnúðana sem ég ætlaði að hafa í nesti..
En þetta hafðist að síðustu og við tjölduðum á eynni austanverðri og höfðum það bara nokkuð gott. Róið til baka í morgun í ustankalda. Hafi Gísli H þökk fyrir að stinga upp á þessu og verður þetta að teljast stórkostlegur endir á þessari seríu. plus.google.com/photos/11392012203151178...958669841?banner=pwa
Þessi reru Perla, Gísli H og Orsi.
"Við erum öll kayak-ninjur"
sunnlensk speki held ég.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 okt 2014 17:41 - 01 okt 2014 17:46 #7 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2014
Þetta snýst um að bjóða þægindastefnu nútímans byrginn af og til og láta veðrið löðrunga sig svolítið. Og hefur lítið með sjálfspíningarhvöt að gera. Og hvað varðar kayakútilegur, þá er gott úrval slíkra atburða á vegum klúbbsins ár hvert, einmitt um helgar. Þannig að ég hef bara góða samvisku.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 okt 2014 17:25 #8 by Helga
Replied by Helga on topic Næturróðrar 2014
Þetta hljómar spennandi hjá ykkur og ég legg til að næst þegar stefnt er á kayakútilegu verði það um helgi svo fleiri komist með, já og betra veður hljómar líka vel, spurning hvort Gísli og Örlygur séu haldnir smá sjálfspíningarhvöt...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 sep 2014 11:28 - 30 sep 2014 15:48 #9 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Næturróðrar 2014
Vindaspákortið fyrir höfuðborgarsvæði sýnir um 10 m/s SV og að lægi síðari hluta nætur.
Spákortin sýna krappa lægð vestan við landið, sem skiptist um nóttina í lægðarmiðju ofan við Vestfirði og aðra sunnan við land og verður þá stillt á svæðinu þar á milli. Mun meir vindur umlykur suðvesturhornið.

PS: Ég tjaldaði í bílskúrnum áðan - fór vel yfir stög, rétti nokkra hæla, hengdi innra tjaldið í og prófaði aftur að tjalda með innra tjaldinu í og lagði niður fyrir mér hvernig best væri að koma tjaldinu upp í vindi og myrkri. Það er afar slæmt að missa tjald frá sér í vindhviðu á lítilli eyju :)
The following user(s) said Thank You: Orsi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 sep 2014 17:59 - 29 sep 2014 18:11 #10 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2014
Þá er komið að síðasta næturróðrinum í þessari seríu.
Mæting á venjulegum stað og tíma á miðv.
Róið verður inn að Langatanga í Leirvogi og til baka sömu leið. Sjá kort í viðhenginu.

Við Gísli munum lengja í róðrinum og gista Þerney. Þeir sem hyggjast taka þátt í því ævintýri, mæta með viðlegudót og eyrnatappa og skella sér með okkur.

Sjáumst hress.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 sep 2014 23:25 - 25 sep 2014 15:35 #11 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2014
Það voru 8 ræðarar í kvöld. Krefjandi sjólag með haföldu og hopperí, veltum og vitleysu.
Þessir réru, Erna, Perla, Eymi, Gísli HF, Hroki, Vigfús, Orsi og Andri. Myndir plus.google.com/photos/11392012203151178...587504465?banner=pwa
Síðasti róðurinn er að viku liðinni, Þá verður tekinn 10 km túr og við notum næstu daga í að skoða að gista þá í Þerney (þeir sem hafa tök á).

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 sep 2014 00:17 #12 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2014
Þú ert búinn að planta fræjum þarna félagi. Ég er opinn fyrir svona uppátækjum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 sep 2014 20:41 #13 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Næturróðrar 2014
Það líst mér vel á og er búinn að fá mér ennisljós með rauðu ljósi til að lesa á kort í myrkri.
Það var reydar 4-5 sinnum dýrara en rauðu blikandi ljósin sem ég var að selja um daginn, en það er ómögulegt að lesa við blikkandi ljós.
Átyllan fyrir þessum næturæfingum er atburðurinn þegar kveikt er á friðarsúlunni.
Einnig má benda á að forsenda fyrir að fara í 5* próf er að hafa farið í næturróðra og næturgistingu og erlendis meina menn þá í myrkri. Íslenska bjarta nóttin eins og er í sumarróðrum okkar gildir því tæplega.
Það er því spurning hvort Örlygur býður ekki upp á næturgistingu í síðasta náttfataróðrinum?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 sep 2014 18:38 - 23 sep 2014 18:41 #14 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2014
Það er næturróður annaðkvöld og tekinn verður stór Geldinganeshringur, um 9 km vegalengd. Allir að láta sjá sig.
-Kv. Ferðanefnd.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 sep 2014 09:59 - 18 sep 2014 10:02 #15 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2014
Næturróðraserían fór vel af stað og fín mæting eða 10 manns. Veðrið gott og myrkrið enn betra.
Næsti róður er á sama tíma að viku liðinni.
Þessi réru: Andri, SAS, Kolla, Perla, Vigfús, Lárus, Egill, Orsi, Gísli HF og Helga.
--- ---
"Við erum öll kayak-ninjur"
-indversk speki.
held ég.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum