Takk - þetta var spennandi frásögn. Ég skoðaði kort af svæðinu. Það hefur verið talsverð bjartsýni að halda að það væri ölduskjól í þessum opnu víkum í vestanátt.
En hvernig gat það gerst að kayak brotni í tvennt af því að fá brot aftan á sig? Var hann með fyrra tjón og sprungur á móts við fótstigin, eða kom höggið ofan á bátinn miðjan?
Þeir sem hafa verið í klóm brimöldunnar, einir á ferð fjarri aðstoð annarra eins og Guðni Páll, geta best sett sig inn í þessa frásögn.
Daniel Fox var að safna til að senda ungt fólk í óbyggðasumarbúðir á vegum NOLS en slík reynsla hefur hjálpað mörgum að komast á réttan kjöl í lífinu. NOLS er einnig með áhugaverða stefnu í að þjálfa leiðtoga:
www.nols.edu/about/leadership/