Félagsróður 4. október

04 okt 2014 19:45 - 04 okt 2014 19:48 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 4. október
Að hvaða leyti er hópur í félagsróðri öðruvísi en hópur ferðamanna í umsjá leiðsögumanns? Við leyfum okkur að fara í erfiðari aðstæðum en við mundum fara með ferðamenn. Leiðsögumaður þarf að leggja mat á hópinn og aðstæður og hvernig hann (einn) geti leyst erfið atvik sem gætu komið upp. Hann mun því oft þurfa að hætta við eða breyta áætlun, án þess að hópurinn sjái ástæður þess.
Í félagsróðri eru oftast margir reyndir og hæfir ræðara þannig að matið hlýtur að snúast um hlutfall óvanra og þeirra sem ráða vel við fyrirsjáanlegar aðstæður. Þegar veður er eins erfitt og í morgun þurfa að mínu mati að vera tveir vanir sem geta aðstoðað hvern einn, sem kann að þurfa stuðning eða björgun. Við vorum 14 alls, tökum róðrarstjóra og annan sem er "hægri hönd" hans frá, þá eru 12 eftir. Sá hópur þolir því vel að 4 þarfnist aðstoðar frá hinum átta, t.d. toglínuræðara og einn við hlið sér tilbúinn í félagabjörgun eða annað sambærilegt fyrir hvern þessara fjögurra. Þessi skilyrði voru uppfyllt í morgun með "öryggisfaktor" 1,5 ef við lítum á "hægri höndina" sem varamann.
Þetta eru bara vangaveltur til umræðu ef einhver er með góðar ábendingar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 okt 2014 14:04 - 04 okt 2014 14:06 #2 by Klara
Replied by Klara on topic Félagsróður 4. október
14 ræðarar létu leiðindaveður ekkert á sig fá og héldu frá höfuðstöðvunum í morgun og var áætlað að róa Geldinganeshring. Fljótlega tvístraðist hópurinn í þrjá hópa. Fimm ræðarar snéru við í námunda við Veltuvík í tveimur hópum, en þegar stærsti hópurinn ætlaði að snúa við varð ein velta. Þegar félagabjörgun var lokið var ljóst að það væri auðveldast að halda áfram og nýta okkur meðvindinn. Sá hluti hópsins lauk því hringnum en við endann á Geldinganesi komu tveir ræðarar á fleygiferð á móti okkur með vindinn í bakið, þeir Andri og Gísli. Hópurinn silaðist með landi að höfuðstöðvunum á móti nokkrum vindi, skv. vedur.is voru 12 m/s kl. 11 og hviður upp í 19 m/s.

Takk fyrir skemmtilegan róður, sjáumst næsta laugardag.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 okt 2014 09:35 #3 by Klara
Replied by Klara on topic Félagsróður 4. október
Vegna "fjölda" fyrirspurna skal tekið fram að ef veður verður þokkalegt þá verður tekin stutt kaffipása.

Það er kannski heldur meiri vindur um hádegisbil á morgun en fyrri spár gerðu ráð fyrir, en við gerum gott úr því og finnum góða róðrarleið og svo er aldrei að vita að aðstæður bjóði upp á skemmtilegar æfingar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 okt 2014 09:00 - 02 okt 2014 09:02 #4 by Klara
Undirrituð er róðrarstjóri næstkomandi laugardag.
Veðurspáin er nokkuð góð, 6-8 m/s SA, 5° hiti og "rigning eða slydda með köflum". Hljómar vel :-)
Fjara kl. 08:36 og flóð 14:56.

Við ákveðum róðrarleið á pallinum, aðstæður gætu orðið skemmtilegar eftir allt rokið í vikunni.

Sjáumst hress á laugardaginn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum