YR er góð fyrir Noreg, en Veðurstofan og Belgingur eru með betri spár fyrir Ísland. Þær reikna í mun þéttara neti auk þess að taka tillit til staðbundinna þátta. Það gerir svo YR fyrir Noreg. Það hafa komið upp slæm tilfelli hérlendis þar sem tekið hefur verið meira tillit til YR en íslensku spánna. Aftur á móti er YR spáin skemmtilega framsett og því verið vinsæl að skoða hana, sérstaklega af þeim, sem ekki eru vanir að skoða veðurspár. Íslensku aðilarnir gerðu vel í því að stæla hana, að ég tala nú ekki um ef yfirfarna spáin væri matreidd með slíkum hætti.