Kunningjar fallnir frá

10 okt 2014 22:24 - 10 okt 2014 22:29 #1 by Gíslihf
Undanfarin sumur höfum við tvisvar róið í Akureyjar, við Bjarnahafnarfjall. Þar hafa Jóhann og Ágústína tekið vel á móti hópnum. Ágústína lést 29. sept. s.l. en ég þekkti bræður hennar og móður vel þegar ég bjó í Eyjum, allt sómafólk.

Annar kunningi, Heiðar Jones á Dalatanga, betur þekktur af Kaj félögum, lést 13. sept. s.l. Mér er minnisstæð lending þar í talsverðum sjó í hringróðri mínum og voru þeir Ingólfur og Pálmi með mér. Við fengum gott skjól í eldhúsinum hjá Heiðari og helltum á könnuna og má lesa um .að í ferðasögu minni. Það er magnað að lesa stutt kvæði eftir Heiðar, sem fram kemur í minningargrein (Mbl. 23.9.), ort á unglingsárum, þar sem hann virðist vera að lýsa dauðastríði skipbrotsmanna í öldurótinu.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum