S.l. ár hefur mátt vera viss um að hitta Marc þó að ekki mættu aðrir á þriðjudagsæfingu, ekki var laust við að ég saknaði hans þegar ég lagði einn af stað í dag kl. 17 í blíðunni.
Leiðin lá um Þerneyjarsund, að Leiðhömrum, fyrir Saltvik, frá Brimnesi framhjá Lundey og inn Eiðsvíkina, hringur sem ég hef ekki farið fyrr. Samtals tæpir 15 km á 1:50 klst. sem hafa þá verið um 8,0 km/h að meðaltali. Ekki gott að komast mikið hraðar á Explorer! (Öryggisbúnaður: Varaár, dæla, sími, hjálmur, neyðarblys.)
Á svæðinu utan við Álfsnes fannst mér ég vera í hættu í dynjandi skothríð, eða þannig hljómaði það í eyrum mér. Eðlilega setti ég upp hjálminn
Hvernig er það annars, ég þekki ekki þessi skotvopn hvert skot fara sem geiga eða hve langdræg þau eru?
Vestan við Geldinganes mætti ég síðan Sigurjóni, Klöru og Þóru í síðbúnum róðri.