Fyrir mér hafa þessir róðrar verið svona kraft og færnisróðrar. Og menn hafa hingað til verið á sinni ábyrgð og ég vill svosem meina að það sé nú líka þannig í auglýstum félagsróðrum, þar að segja að maður er á sinni ábyrgð en auðvitað er frábært að hafa það öryggisnet sem er í þeim róðrum. En það má eflaust deila hvort að þriðjudags róðrar ættu að vera hluti af dagskrá.
Til dæmis ef minna vanur ræðari mætir til að róa og það mætir enginn sem er með meiri reynslu. Hvað þá? fer sá hin sami heim eða fer hann á sjó? ég persónulega myndi halda að hann færi á sjó, hann er jú kominn svæðið og búin að gera allt klárt jafnvel gera ráðstafanir. Þess vegna held ég að þessir róðrar á þriðjudögum sé fínir eins og þeir eru. Vissulega er hægt að hafa samband við menn og athuga hvort þeir ætli að mæta og mæta þá með þeim. Þá færðu þetta svokallaða öryggisnet og þá er önnur spurning eru allir tilbúnir að í það?
Þetta er auðvitað mitt persónulega mat en ekki klúbbsins.
kv Guðni Páll