Hasle Explorer er kayak nefndur.
Hann er úr steyptu plasti , þykkur og traustur.
Framleiddur í Noregi.
Þennan kayak er ég búinn að eiga í 14 ár og notað mikið án nokkurra vandamála.
Þegar ég var að leita eftir kayak fyrir mig - lagðist ég í rannsóknarvinnu.
Og niðurstaðan varð sú eftir að hafa lesið stutta ferðasögu dansks arkitekts sem keypti sér Hasle Explorer til sjóferðar ,2000 km leið suður með vesturströnd Grænlands.Hann lenti í 8 metra ölduhæð í ishröngli og jökum og dró kayakinn um nætur upp á ísinn m.a.
Einn á ferð.
Allt gekk án vandamála og enginn gagnvart kayaknum.
Þetta þótti mér líklegur kayak fyrir mig til róðra hér inni á Sundum og keypti minn Hasle Explórer af Gísla Garðarsyni leikstjóra sem hafði flutt inn tvo svona kayaka en annar varð afgangs.
Í stuttumáli hefur þessi gripur reynst mér framúrskarandi vel .
Hann er mjög stöðugur og ferðahlaðin sem klettur traustur.
Aldrei hefur hann hvoft mér og þó búinn að róa hónum í misjöfnu - víða. .
En einn galli er samt - það er ekki gott að læra veltuna á honum.
Þessvegna er ég ekki nokkur veltumaður .
Varðandi hraða - þá hangi ég yfirleitt nálægt miðju í hópróðrum .
Um róðrarþyngd hef ég engan samanburð - Hasle Explorer er lífsförunautur..... og ekkert framhjáhald .