Það voru átta manns sem mættu á Geldinganesið í morgun, bæði reyndir ræðarar og aðrir sem eru nýbyrjaðir. Á vedur.is var gert ráð fyrir að það myndi hvessa og að um hádegi yrðu austan12-14m/s, þ.a.l var ákveðið að fara ekki í neinar langferðir eða þveranir út í eyjar. Úr varð rangsælis Geldinganeshringur en veðurspár voru ónákvæmar og vindur langt undir því sem við áttum von á. Þetta varð því þægilegur morgunróður í ágætisveðri og engar hetjusögur að segja eða stórtíðindi. Vill biðja fólk að passa uppá að vera mætt tímanlega til að skipta um föt, enda varð tæplega hálftímaseinkun í dag þegar hópurinn beið eftir síðasta manni.
Kv,
Andri