Ég var þarna rétt áðan með myndavél en datt ekki í hug að taka mynd fyrir Hilmar
Annars vil ég nota tilefnið og þakka Daníel hugulsemina og framtakið. Oft hef ég átt erfitt með að koma mínum þunga Explorer á flot ef ég hef verið einn, það voru yfir 50 m frá palli niður í fjöruborð núna og stundum er ég með ballest í stefninu, enda léttur og fyrir nokkru búinn að kaupa mér kerru sjálfur.
Staðreyndin er sú, þó að flestir félagar séu hraustir, þá geta sumir orðið slæmir í baki, úlnlið, olnboga eða öxl, en geta þá vel róið með því að laga áralagið að veikleika sínum. Svo eru sumir ekki alveg með skrokk í að henda bát upp á öxlina t.d. smávaxnari konur eða öldungar og má því segja að þetta sé skref í átt til jafnari tækifæra, sem er reyndar sterkur þáttur í stefnuskrá BCU sem við höfum lært margt af. ("Inclusive Canoing and Kayaking".)