Gjöf til klúbbsins

16 nóv 2014 21:28 #1 by Helga
Replied by Helga on topic Gjöf til klúbbsins
Flott og þægileg kerra - vel gert Daníel! Þetta á eflaust eftir að nýtast mörgum vel og auðvelda kayaksportið amk. fyrir litlar og léttar konur eins og mig. Ég kom við áðan og prófaði gripinn og tók myndir í leiðinni fyrir Hilmar. Takk Daníel :)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2014 17:02 - 06 nóv 2014 17:03 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Gjöf til klúbbsins
Ég var þarna rétt áðan með myndavél en datt ekki í hug að taka mynd fyrir Hilmar :)
Annars vil ég nota tilefnið og þakka Daníel hugulsemina og framtakið. Oft hef ég átt erfitt með að koma mínum þunga Explorer á flot ef ég hef verið einn, það voru yfir 50 m frá palli niður í fjöruborð núna og stundum er ég með ballest í stefninu, enda léttur og fyrir nokkru búinn að kaupa mér kerru sjálfur.
Staðreyndin er sú, þó að flestir félagar séu hraustir, þá geta sumir orðið slæmir í baki, úlnlið, olnboga eða öxl, en geta þá vel róið með því að laga áralagið að veikleika sínum. Svo eru sumir ekki alveg með skrokk í að henda bát upp á öxlina t.d. smávaxnari konur eða öldungar og má því segja að þetta sé skref í átt til jafnari tækifæra, sem er reyndar sterkur þáttur í stefnuskrá BCU sem við höfum lært margt af. ("Inclusive Canoing and Kayaking".)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2014 13:00 #3 by Hilmar
Replied by Hilmar on topic Gjöf til klúbbsins
Er til mynd af græjunni, langar til að smíða kayakkerru :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 okt 2014 06:50 #4 by Klara
Gjöf til klúbbsins was created by Klara
Okkar ágæti félagi Daníel hefur smíðað forláta kayak "handkerru" og gefið klúbbnum. Kerran er geymd í Geldinganesi og er til notkunar fyrir félagsmenn. Þó að kerran létti okkur bátaburð þá kemur ekkert í staðinn fyrir góðan félaga í róðri, sérstaklega þegar framundan eru vetrarróðrar við misjafnar aðstæður.

Við hvetjum félagsmenn til að prófa kerruna og þökkum Daníel kærlega fyrir gjöfina.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum