Fyrir mörgum árum gaf klúbburinn ásamt Landsbjörgu út öryggisbækling "Góður félagi skiptir öllu!", ég finn hann ekki lengur á vefsíðu okkar en með Google leit finn ég hann á slóð sem virðist tengd Sveini Axeli,
www.kayakklubburinn.is/phocadownloadpap/...S/ryggisbklingur.pdf
Ég reri einn í myrkri frá Brimnesi að Lundey fyrir tveim vikum og í gær með Páli R. Í fyrri róðri var ég í einhverskonar viðbragðsstöðu en slökun í þeim síðari. Í framhaldi af því velti ég fyrir mér spurningunni:
Hver er "góður félagi" ?
- hann aðstoðar þig í vandræðum og bjargar þér úr ógöngum -
- fyrir það þakkar þú honum ekki hátíðlega, hann var og er einfaldlega góður félagi
- reyni hann þetta ekki af allri getu sinni eða renni af hólmi er hann ekki góður félagi
Það er ábyrgðarhlutverk að vera félagi í róðri, aðrir þurfa að geta treyst því að þú sért "góður félagi".