Góður félagi

05 nóv 2014 22:34 - 05 nóv 2014 22:42 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Góður félagi
Það er nú lóðið.
Hver er góður félagi ?
Hverjar eru kröfurnar ?
Að viðkomandi sé viðræðugóður.
Að hann sé skemmtilegur,
Að hann sé tillitsamur og æði ekki langt framúr á róðri.
Beri bátinn með manni til bíls og í fjöru.
Allt eru þetta góðir kostir.
En síðan er það ef upp koma vandræði á róðri sem krefjast kunnáttu og krafta til að veita aðstoð geti maður ekki einn og sjálfur græjað málið.
Er þá samferðamaðurinn þá ekki orðinn björgunarmaður ?
Niðurstaða: Gott er að róa með góðum félaga en ennþá mikilvægara að róa með góðum björgunarmanni.
Sami einstaklingur er ekki endilega báðum hæfileikum búinn.
Bara svona innlegg í umræðuna.
Þá er að vanda valið á meðróðrarmanni .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 nóv 2014 16:46 - 05 nóv 2014 16:47 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Góður félagi
Hjartanlega sammála síðasta ræðumanni. Við þessa ágætu upptalningu má bæta
Hver er "góður félagi" ?
  • hann fer á fætur á undan þér og eldar hafragraut og sker slátursneið handa þér, og hitar te og hefur þetta allt saman tilbúið þegar þú vaknar-

  • Það er ábyrgðarhlutverk að vera félagi í róðri, aðrir þurfa að geta treyst því að þú sért "góður félagi".[/quote]

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 nóv 2014 15:17 - 05 nóv 2014 16:17 #3 by Gíslihf
Góður félagi was created by Gíslihf
Fyrir mörgum árum gaf klúbburinn ásamt Landsbjörgu út öryggisbækling "Góður félagi skiptir öllu!", ég finn hann ekki lengur á vefsíðu okkar en með Google leit finn ég hann á slóð sem virðist tengd Sveini Axeli, www.kayakklubburinn.is/phocadownloadpap/...S/ryggisbklingur.pdf

Ég reri einn í myrkri frá Brimnesi að Lundey fyrir tveim vikum og í gær með Páli R. Í fyrri róðri var ég í einhverskonar viðbragðsstöðu en slökun í þeim síðari. Í framhaldi af því velti ég fyrir mér spurningunni:
Hver er "góður félagi" ?
  • hann aðstoðar þig í vandræðum og bjargar þér úr ógöngum -
  • fyrir það þakkar þú honum ekki hátíðlega, hann var og er einfaldlega góður félagi
  • reyni hann þetta ekki af allri getu sinni eða renni af hólmi er hann ekki góður félagi
Það er ábyrgðarhlutverk að vera félagi í róðri, aðrir þurfa að geta treyst því að þú sért "góður félagi".

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum