Kayakfatnaður

10 nóv 2014 22:06 #1 by havh
Replied by havh on topic Kayakfatnaður
Menn verða bara að átta sig á að straumvatn og sjór eiga lítið sameiginlegt nema nafnið. Flest allt sem tengist búnaði og öryggisþáttum er á engan hátt skylt.
Tek alveg rökunum um að þurrbuxur (alvöru þurrbuxur) geti verið varhugaverðar rétt á sama hátt og neophrene búnaður væri í köldum sjó í langan tíma.

kv
Dóri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 nóv 2014 21:31 #2 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Kayakfatnaður
Ef hann er einn og kann ekki sjálfsbjörgun. Lykilatriði. Væri ekki nær að fókusera á það frekar? Að fólk sé ekki að þvælast einsamalt á kajak ef það kann ekki að bjarga sér frekar en að karpa um klæðnaðinn?

Hefði þessi maður í Hvalfirðinum örugglega lifað af ef hann hefði verið í þurrgalla? Kunni hann að vega sig uppá kajakinn?

Kunni hann veltuna?

Sá sem lendir á sundi í á er ekki alltaf fljótur í land og þar að auki er ekki alltaf um eiginlegt sund að ræða. Menn geta t.d. pinnað bátinn og setið fastir í honum - í hálfu kafi jafnvel - í dágóðan tíma.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 nóv 2014 21:00 - 09 nóv 2014 21:05 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Kayakfatnaður
Það er ekki traustvekjandi ef nýliðar fá misvísandi skilaboð frá þeim reyndu.
Hér hefur komið fram meðal annars:
  • ekki eru allir á eitt sáttir um hvað séu raunverulegar "þurrbuxur"
  • straumræðarinn (Jói) sér ekki vandamálið en sjóræðarinn (Sveinn) telur aðskildar buxur varasamar
Það er ekki tilviljun að straumræðari lítur málið öðrum augum en sjóræðari. Sá sem lendir á sundi í á er fljótur í land, sá sem lendir á sundi í sjó getur verið þar lengi, ef hann er einn og kann ekki sjálfsbjörgun. Við erum væntanlega ekki búin að gleyma dauðaslysinu í Hvalfirði fyrir nokkrum árum, en þar var ræðarinn í þurrbuxum, sem mér skilst að hafi verið fullar af sjó.
Komist sjór ofan í buxurnar er jafnvel enn verra að þær séu þéttar eða heilar að neðan, það er ekki auðvelt að vega sig upp á kayakinn aftur með þær fullar af sjó. Við reiknum með að geta lifað 1 -2 klst. í þurrgalla og undirfötum í köldum sjó ef bíða þarf eftir hjálp, sé gallinn fullur af sjó sem gæti komið fyrir ef hann væri rifinn eða rennilás opinn gæti þessi tími styst niður í 20 mínútur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 nóv 2014 14:56 #4 by Kiddihaf
Replied by Kiddihaf on topic Kayakfatnaður
Hvernig hafa GUL þurrbúningar reynst í kayaksportinu?

Hefur einhver reynslu af þeim?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 nóv 2014 11:26 #5 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Kayakfatnaður
Besta "fjárfestingin" fyrir nýliða væri náttúrulega númer 1,2 og 3 að læra veltuna, hvort sem er í sjó eða ám. Hún breytir leiknum algjörlega. Næst besta fjárfestingin væri sennilega þurrgalli. En það getur verið töluverð fjárfesting og skiljanlegt að byrjandi sé ekki tilbúinn til að slengja fram 100-200 þúsund kalli fyrir galla. Ég keypti mér á dögunum þurrgalla nr. 2 á ferlinum. Bombergear galli á 5000 NOK - sem gerir rúmar 90 þús ISK.




Nú veit ég ekki almennt hvernig toppa sjófólkið er að nota. Það sem ég sé oft auglýst fyrir sjókajakfólk eru bara skvettutoppar, sambærilegir þeim sem við notum á kúnnana í raftinu. Hvorki með háls- eða úlnliðstúttum. Slíkur toppur - með semi-þurrbuxum - eru náttúrulega ekki eitthvað sem byrjendur ættu að nota á sjó og ég myndi heldur ekki mæla með því í strauminn. Þurrgalli er í báðum tilvikum besta lausnin. En toppur með tunnel fyrir svuntu og svo alvöru þurrbuxur heldur manni þurrum í 95%+ tilvika þurrum.

Þetta combo hef ég verið að nota undanfarið og virkar fínt.



Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 nóv 2014 20:57 #6 by SAS
Replied by SAS on topic Kayakfatnaður
Algengustu buxur sem við sáum, sem eru seldar sem þurrbuxur, eru án tunnel. Sjálfur á ég einar með tunnel sem ég nota með Tulikinum.

Eftir sem áður þá er þetta það sem er ráðlagt á byrjendanámskeiðunum sem er af gefnu tilefni, Á sjó getur liðið langur tími þar til komið er í skjól. Persónulega hef ég ekkert á móti þvi að vanir ræðarar noti þurrbuxur, en tel þær ekki henta nýliðum, sem eru að fjárfesta í sínum fyrsta búnaði. Væri gaman að heyra frá Magga Sigurjóns um þetta. en hann hefur séð um námskeiðin síðustu ár

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 nóv 2014 19:55 #7 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Kayakfatnaður
Eitthvað hljómar þetta einkennilega.

Þurrbuxur eru ALLTAF lokaðar á skálmunum með ökklatúttu. Annars heita þær semi-þurrbuxur.

Bæði Kokatat og Palm ( kannski fleiri) bjóða uppá þurrbuxur með smekk og sokkum. Kokatat buxurnar eru m.a.s. með tunnel fyrir svuntuna og með því að rúlla því og innra laginu á þurrtoppnum saman þá ertu nánast kominn með þurrgalla.
Ég notaði mínar Kokatat buxur í sjö ár vandræðalaust. Hef ekki tölu á sundferðunum en þær voru þó nokkrar. Núna er ég að nota Gore-Tex þurrbuxur frá Sweet og kem alltaf skraufaþurr uppúr ánni - þó ég hafi synt. Þær eru ekki með sokkum og heldur ekki latex túttu, bara extra hárri neopren túttu sem virkar fínt.

Alls ekkert ábyrgðarlaust að selja fólki þurrbuxur. Hellingur að fólki um heim allan sem notar þær vandræðalaust.

Það er ábyrgðarlaust að selja fólki semi-þurrbuxur undir því yfirskyni að það sé að kaupa þurrbuxur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 nóv 2014 13:56 - 08 nóv 2014 14:07 #8 by SAS
Replied by SAS on topic Kayakfatnaður
Þurrbuxur eru rangnefni, vegna þess að þegar þú ert komin á sund, þá rennblotnar þú. Buxurnar eru oftast lokaðar á skálmunum, þ.a. sjórinn helst á leggjunum og kælingin mikil. Þegar svo þú bætir svo við þetta kælingu vegna veðurs, þá ertu kominn í vond mál. Róðrarhópnum þarf oft að skipta upp, þar sem blautur og kaldur sundmaður, þarf að komast sem fyrst úr gallanum og í hita.

Ef þið hafið lesið um slys sem hafa átt sér stað í kayaksportinu, hvort sem er hér heima eða erlendis, þá er oft lélegum búnaði kennt um og tvískiptar gallar oft nefndir., Seakayaker blaðið hefur oft fjallað um slík slys, svo aðrir gætu lært af.

Þurrgallar er besti fatnaðurinn fyrir okkur á Íslandi, en neoprene Long John buxur duga, þar sem líkaminn nær að hita upp bleytuna milli líkama og efnis, en það er ekkert sérlega hlítt ef kalt er í veðri.

Ég á sjálfur svona buxur og það eru ákveðin þægindi að nota þær, en takmarkanirnar eru eftir sem áður eins að ofan er lýst..
Að selja nýliðum þurrbuxur eru að mínum dómi ábyrgðarlaust og alls ekki gott fyrir sportið okkar, sem því miður var allt of algengt hér áður fyrr, en er undantekning í dag.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 nóv 2014 12:56 - 08 nóv 2014 13:02 #9 by SPerla
Replied by SPerla on topic Kayakfatnaður
Ég var í tvískiptum galla (þurrbuxur og þurrtoppur) fyrsta árið mitt í þessu sporti og það sullaðist alltaf eitthvað vatn innundir þannig að iðulega kom maður blautur í land. Heilir þurrgallar (þ.e. heilir frá tá og uppúr) og sem anda eru málið. Mæli með því að eytt sé meira en minna í þurrgalla!
Þetta er mín reynsla en mér fróðari menn geta örugglega frætt þig betur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 nóv 2014 10:37 - 08 nóv 2014 10:40 #10 by havh
Replied by havh on topic Kayakfatnaður
Langar líka að vita afhverju þurrbuxur eru slæmar fyrir nýliða.
Eina ástæðan sem ég sé er að ef aðili syndir oftar þá eru neophrene hlýrra.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 nóv 2014 08:33 #11 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Kayakfatnaður
Hægt að gera góð kaup á netinu.

www.mythicdrysuits.com/pages/the-cheapes...its-in-north-america

www.ewetsuits.com/acatalog/Drysuits-Surface.html


Þurrbuxur á bannlista fyrir nýliða? Getur einhver útskýrt það fyrir mér?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 nóv 2014 18:39 - 07 nóv 2014 18:40 #12 by Hilmar
Replied by Hilmar on topic Kayakfatnaður
Við hjónin keyptum galla hjá Reed Chillcheater og eru þeir úr Aquatherm Fleece Full Paddle Suit + Waist Seal. Þeir eru saumaðir eftir máli og eru mjög hlýir og þjálir að róa í, flísklæddir að innan. Tók bara nokra daga að fá þá og kostuðu hingað komnir um 87 þúsund stykkið.Þeim fylgir einnig ásmellt hetta úr sama efni. Hægt að skoða þetta betur og panta á heimasíðunni þeirra. www.chillcheater.com/aqshop/catalogue.php?id=203
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2014 17:43 #13 by palli
Replied by palli on topic Kayakfatnaður
Ég myndi byrja á að kíkja á hina mætu menn í GG Sjósport. Þeir eru með nokkrar tegundir frá 65þús kalli upp í 165þús. Búðin er á Smiðjuvegi 8 og meðlimir klúbbsins fá afslátt hjá þeim.

www.gummibatar.is

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2014 14:04 #14 by Kiddihaf
Replied by Kiddihaf on topic Kayakfatnaður
Þá er þurrbúningur bara málið. Hvar er best að kaupa þurrbúning á netinu?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2014 13:17 #15 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Kayakfatnaður
Vinnuflotgallar eru ekki búnaður fyrir kayaksportið. Þeir halda ekki sjó frá líkamanum en eru fyrst og fremst flotgallar þ.e viðkomandi flýtur falli hann í sjó t.d af bát eða skipi. Ég hef átt og notað svona flotgalla á mínum vélbát í um 11 ár og þá sem hlýjan galla og einnig falli ég útbyrðis þá er áríðandi að koma sér hið fyrsta um borð aftur- nokkuð blautur að innan. Svoleiðis hefur ekki hennt mig en þetta er smáöryggisbúnaður. Á kayak er ekkert öryggi í svona galla auk þess sem þeir eru þungir og stirðir til róðra. Flotgallinn er ekki þurrgalli.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum