Kayakfatnaður

06 nóv 2014 10:30 #16 by Kiddihaf
Replied by Kiddihaf on topic Kayakfatnaður
Ég er ekki að meina lögbundna öryggisgallan sem er lokaður í fætur og hendur. Heldur þessa sem eru opnir en með anti flush í skálmum og ermum.

Jú hann verður hólfaður eins og Titanic. Vonandi verða örlögin honum hliðhollari :)

Set inn myndir við tækifæri.

Og takk fyrir svörin strákar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2014 08:46 #17 by SAS
Replied by SAS on topic Kayakfatnaður
Ef þú treystir þér til að labba á Esjuna í svona galla, þá getur þú notað hann :-) Er líklegast allt of þungur og ómeðfærilegur.

Á nýliðanámskeiðunum er sérstaklega farið yfir ráðlagðan búnað, þurrbuxur er þar á bannlista fyrir nýliða. Mælt með þurrgalla eða Long John buxum sem eru neoprene axlabuxur og svo topp yfir. Yst ertu svo í björgunarvesti.

Það verður gaman sjá smíðina þína, Ertu ekki með bátinn hólf skiptann, þ.e. amk tvö vatnsþétt hólf að framan og aftan?


kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2014 07:50 #18 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Kayakfatnaður
Veit ekki dæmi thess ad menn noti vinnuflotgalla í kajakródur.

Mæli med thurrgalla eda thurrbuxum/topp. Og vesti ad sjálfsögdu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2014 06:26 #19 by Kiddihaf
Kayakfatnaður was created by Kiddihaf
Sæl öll saman

Mér gengur ágætlega að smíða minn fyrsta kayak og fer að styttast í fyrstu prófanir.

Ég á eftir að fá mér fatnað og langar að spyrja þá sem reyndir eru í sportinu hvort svokallaðir vinnuflotgallar séu nægjanlegur öryggisfatnaður eða verður maður að vera í þurrbúningi.

Ég á við vinnuflotgalla sem seldir eru á svona 20-30 þús.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum