Að pakka i kayak

08 nóv 2014 22:20 - 08 nóv 2014 22:36 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Að pakka i kayak
Takk fyrir þetta Palli .
Mér líst vel á þetta foamsystem.
Ég er að stokka þessar bílafestingar upp hjá mér þar sem ég var að breyta um bíl og stefni á aukna róðra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 nóv 2014 21:27 #2 by palli
Replied by palli on topic Að pakka i kayak
Nei, sýnist ekki því miður. En þessi virðist senda til Íslands, meir að segja ókeypis ... En parið kostar 51 USD hjá honum

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 nóv 2014 22:51 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Að pakka i kayak
Þetta er mjög áhugavert hjá þér Palli. Sendir þessi aðili til Íslands ?

Kv Sævar H.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 nóv 2014 21:31 #4 by palli
Replied by palli on topic Að pakka i kayak
Það er með þessar svampstífur ... Ég hef notað þar til gerða frauðkubba sem kayakfestingar á þakbogana mína í mörg ár. Þá má auðveldlega nota líka sem undistöður á bílskúrsgólfinu ef maður er eitthvað að snuddast í bátnum. Mér hefur alltaf þótt þetta alveg gráupplagðar festingar á bílinn. Hræódýrt, virkar mjög vel, maður kippir þessu bara af með einu handfangi þegar enginn kayak er á toppnum, fislétt og ég veit ekki hvað ...

T.d. þessar: www.maloneautoracks.com/economic-foam-bl...yak-carrier-kits.php


Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2014 21:21 #5 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Að pakka i kayak
Áhugavert og margt sniðugt. Mér finnst þó erfitt að vera svona skipulagður og margt fer í rugling. Það þarf hugsanlega ekki að pakka alveg öllu í þurrpoka, það er t.d. fínt að hafa skó og úlpu laus finnst mér, en flott að hafa svona sjálfsaga að henda engu í sandinn í fjörunni. Ytra tjaldið hef ég bara laust, það má alveg blotna.
Annars er þetta snilldarlega lúmskt sölumyndband. Um leið og ég sá svampstífurnar undir bátnum vildi ég alveg eiga svoleiðis - og þannig gerðist aftur og aftur.
Hvar er þessi búð :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2014 19:49 #6 by Larus
Að pakka i kayak was created by Larus
Hér er ljomandi fint myndband um ferða búnað og umgengni um hann. )



lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum