Félagsróður 8. nóv.

08 nóv 2014 12:55 #1 by palli
Replied by palli on topic Félagsróður 8. nóv.
Toppróður með góðum hópi. Þóra, Svenni, Andri og Gísli HF mættu. Byrjaði í blankalogni á eiðinu en það mátti sjá strenginn norður af Viðey. Þangað var stefnan tekin en svo varð nú eitthvað lítið úr þeirri öldu. Leit hins vegar meira spennanidi út beint upp í vindinn í átt að Lundey. Það var því róið frá Vesturey og að Lundey og hún hringuð réttsælis. Bullandi skemmtilegt lens að vesturenda Geldinganess til baka úr Lundey og síðan róið í blankalogni og skjóli í aðstöðuna. Öldungis stórfínt alveg og skemmtilegt.

Vindur í Geldinganesi var 9 m/s og 14 í hviðum en á Kjalarnesi 19 m/s og 27 í hviðum. Við höfum verið eitthvað þarna á milli við Lundey.

Takk fyrir mig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 nóv 2014 18:47 #2 by Andri
Replied by Andri on topic Félagsróður 8. nóv.
Þetta er of spennandi, ég ætlaði að vera annarstaðar í fyrramálið en reyni að komast.
M.v lýsingar Gísla þá slepp ég við að lesta bátinn :)

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 nóv 2014 18:38 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 8. nóv.
Áhugaverð veðurspá!
Spáin fyrir laugardag kl. 10 er svipuð og hún var kl. 17 í dag en þá sýndi vindmælir í Geldinganesi meðalvind 10 m/s en hviður allt upp í 26 m/s
Það er því betra að vera ekki undir 90-100 kg eða hafa eitthvað til að lesta bátinn með :)
Sömuleiðis gæti verið varasamt að taka "sundæfingu" því að sjókeipur getur rúllað af stað eins og kefli eftir sjávarfletinum undan slíkum vindi rétt á meðan ræðarinn er að koma upp úr kafi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2014 23:43 #4 by palli
Ég stefni á að taka að mér róðrarstjórn félagsróðurs á laugardaginn. Víxla á dögum við Gunnar Inga vegna fyrirséðra anna.

Hlakka til að koma í Geldinganesið aftur, hef haldið mig við útræði frá Nauthólsvík upp á síðkastið.

Óvissa með veður - róðrarleið verður líklega bara ákveðin á pallinum góða við brottför miðuð við aðstæður.

Mætum tímanlega - allir bátar eiga að vera komnir á sjó kl 10

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum