Hvítárvatn er afar skemmtilegt róðrarsvæði.
En þá verður veður að vera allt það besta því að allt umhverfið þarna uppi á Kili sem er fyrst og fremst alveg magnað. í góðu veðri
Kayakklúbburinn efndi til helgarferðar á Hvítárvatn sumarið 2003 . Ferðin var auglýst á þáverandi Korki. Mæting var við Selectbensinstöðina á Vesturlandsvegi-til samflots austur. Ekki var fjölmenni- við mættum þrír, Reynir Tómas, Sævar H. og annar til sem ég er búinn að gleyma nafni á.
Brunað var austur og norður upp að Hvítárbrú við útfallið úr Hvítárvatni. Veður var mjög gott logn og góð fjallasýn. Við settum á flot þarna í Hvítánni við brúna og rérum upp ána og inn á Hvítárvatn. Yfir nokkrar drullugrynningar var að fara að vatninu. Fyrst var róið með landinu norðanmegin og tekin pása þar á leiðinni og að því loknu var stefnt á skriðjökulinn inni í botni Hvítárvatns. Þar var tekið land og horft á sjónspil skriðjökulsins sem í sífellu var að brotna úr.
Að því loknu var stefnt á gróðurvinina fallegu-
Karlsdrátt og róið með og innanum fallega ísjaka.
Í Karlsdrætti var slegið upp tjaldbúðum eftir að hafa hreinsað ógrynni berja undan hverju tjaldstæði. Og að loknum kvöldmat var farið í talsverða fjallgöngu og notið hinnar einstöku fjallasýnar sem þarna er- sennilega sú tilkomumesta á landinu . Haldin var kvöldvaka með sögum og glensi.
Svefninn í tjöldunum var slitróttur vegna skruðninga frá skriðjöklinum þegar stórir jakar brotnuðu í vatnið. Daginn eftir var róið með suðurströnd vatnsins sem er mjög skemmtileg
Og að bílunum við Hvítárbrú var komið um kl 16 eftir alveg magnað ferðalag á kayak um Hvítárvatn
Mæli eindregið með svona ferð - en veður skiptir öllu máli - að logn og bjart sé til fjalla.
Seint í júlí eða byrjun ágúst er kjörtími.
Frá Karlsdrætti , gróðurvininni fallegu
Myndin er tekin frá tjaldstæðinu í
Karlsdrætti að morgni og handan vatns er
Skriðufell og
Norðurjökull sem er skriðjökullinn sem er á stöðugri hreyfingu.