Hvítárvatn 2015

24 nóv 2014 18:20 - 24 nóv 2014 18:24 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hvítárvatn 2015
Meira um Hvítárvatnsróðra.
Ferðin sem ég er að vitna til spannaði alla strandlengju Hvítársvatns og Hvítá að brúnni.
Það var um 38 km róður með nokkrum stoppum m.a í Hvítárnesi við Tjarná ,við Norðurjökul og gist í Kaldsdrætti eftir 18 km róður - síðan þverað að Skriðufelli og ströndin þar sleikt og áð í Jökulkrók.
Þetta er fyrst og fremst náttúruskoðunarferðalag og kayakinn gott fleytitæki
Ferðin sem þú. Gummi, vitnar í var farin frá slóðanum sem liggur að sumar/gistihúsinu við Hvítárnes (ekki FÍ sæluh.) Sú leið að Norðurskriðjökli -Karlsdrátt-Hvítárnes er ekki nema 18 km róður. Það er mjög auðveldur dagsróður- en það vantar líka talsvert inn í heildarmyndina af Hvítárvatni + Hvítá. En allt er þetta bara val. :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 nóv 2014 12:58 - 24 nóv 2014 12:59 #2 by Gummi
Replied by Gummi on topic Hvítárvatn 2015
Ég fór þarna með hóp úr klúbbnum rétt upp úr aldamótunum, þá rérum við fram og til baka á einum degi. Áðum í Karlsdrætti í nestispásu og höfðum það náðugt. Þetta var ekki mjög stífur róður því ég skellti mér á ball með einhverri stuðgrúbbu í Stapanum um kvöldið og réri síðan niður Hólmsá (gráða4) austur undir Hrífunesi dagin eftir.
Ég mæli því með dagsferð nema fólk vilji endilega tjalda.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 nóv 2014 22:50 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hvítárvatn 2015
10-12 kayakræðarar á þetta svæði er mjög stór hópur. Sé ekki fyrir mér 30- 40 manna hóp kayaræðara þarna og allir njóti ferðar. Endilega fara þá oftar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 nóv 2014 21:55 #4 by Ingi
Replied by Ingi on topic Hvítárvatn 2015
Sævar er alveg með þetta. Seint í Júli eða í Ágúst mánuð. Reynum að fá sem flesta í þessa ferð og þá meina ég ræðara frá öllum hinum siðmenntaða heimi. (og kannski líka hinum ósiðmenntaða líka) :)

Kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 nóv 2014 12:32 - 23 nóv 2014 14:44 #5 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hvítárvatn 2015
Hvítárvatn er afar skemmtilegt róðrarsvæði.
En þá verður veður að vera allt það besta því að allt umhverfið þarna uppi á Kili sem er fyrst og fremst alveg magnað. í góðu veðri
Kayakklúbburinn efndi til helgarferðar á Hvítárvatn sumarið 2003 . Ferðin var auglýst á þáverandi Korki. Mæting var við Selectbensinstöðina á Vesturlandsvegi-til samflots austur. Ekki var fjölmenni- við mættum þrír, Reynir Tómas, Sævar H. og annar til sem ég er búinn að gleyma nafni á.
Brunað var austur og norður upp að Hvítárbrú við útfallið úr Hvítárvatni. Veður var mjög gott logn og góð fjallasýn. Við settum á flot þarna í Hvítánni við brúna og rérum upp ána og inn á Hvítárvatn. Yfir nokkrar drullugrynningar var að fara að vatninu. Fyrst var róið með landinu norðanmegin og tekin pása þar á leiðinni og að því loknu var stefnt á skriðjökulinn inni í botni Hvítárvatns. Þar var tekið land og horft á sjónspil skriðjökulsins sem í sífellu var að brotna úr.
Að því loknu var stefnt á gróðurvinina fallegu- Karlsdrátt og róið með og innanum fallega ísjaka.
Í Karlsdrætti var slegið upp tjaldbúðum eftir að hafa hreinsað ógrynni berja undan hverju tjaldstæði. Og að loknum kvöldmat var farið í talsverða fjallgöngu og notið hinnar einstöku fjallasýnar sem þarna er- sennilega sú tilkomumesta á landinu . Haldin var kvöldvaka með sögum og glensi.
Svefninn í tjöldunum var slitróttur vegna skruðninga frá skriðjöklinum þegar stórir jakar brotnuðu í vatnið. Daginn eftir var róið með suðurströnd vatnsins sem er mjög skemmtileg
Og að bílunum við Hvítárbrú var komið um kl 16 eftir alveg magnað ferðalag á kayak um Hvítárvatn
Mæli eindregið með svona ferð - en veður skiptir öllu máli - að logn og bjart sé til fjalla.
Seint í júlí eða byrjun ágúst er kjörtími.
Frá Karlsdrætti , gróðurvininni fallegu

Myndin er tekin frá tjaldstæðinu í Karlsdrætti að morgni og handan vatns er Skriðufell og Norðurjökull sem er skriðjökullinn sem er á stöðugri hreyfingu.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 nóv 2014 20:56 #6 by Ingi
Hvítárvatn 2015 was created by Ingi
Hvernig væri að taka einn léttan róður í Hvítárvatn næsta sumar? Sjá hvort að skiðjökullinn nær ofan í vatnið. Þarna er hægt að gista yfir nótt og róa tilbaka daginn eftir. Legg til að Gísli H. verði leiðangurstjóri.
Kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum