Bláfánaverkefni Landverndar

25 nóv 2014 11:56 - 25 nóv 2014 11:57 #1 by Klara
Fulltrúar Landverndar og Reykjavíkurborgar heimsóttu aðstöðu klúbbsins í vikunni til að skoða möguleika klúbbsins á að fá Bláfána, sem er alþjóðleg umhverfis- og gæðaviðurkenning fyrir smábátahafnir og baðstrendur.
Heimsóknin var gagnleg fyrir bæði klúbbinn og gestina, en það er greinilegt að starfsmenn umhverfissviðs Reykjavíkurborgar vita ekki mikið um starfsemi okkar.
Það er ljóst að forsenda þess að hægt sé að skoða Bláfánamálið frekar er að klúbburinn fái varanlegt byggingarleyfi. Ennfremur kom til tals hvort að hægt væri að koma eiðinu aftur í náttúrlegt form, eins og átti víst að gera eftir að grjótnámi í Geldinganesi lauk. Það verður fróðlegt að sjá hvort að þetta mál verði til þess að Reykjavíkurborg skoði mál okkar eitthvað betur með varanlega lausn í huga.

Frekari upplýsingar um Bláfánaverkefnið má finna á heimasíðu Landverndar landvernd.is/blafaninn og á alþjóðlegri heimasíðu Bláfánans www.blueflag.org.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum