Lítið og létt

03 des 2014 10:28 - 03 des 2014 10:53 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Lítið og létt
Gott að lesa um svona smáævintýri á sjó - hér á Korkinum. Þarna fara þeir róðrarfélagar út í svarta myrkri og aðeins með borgarljósin til lýsingar. Gera hinar erfiðistu björgunarkúnstir í öldudreggjum síðasta ofasveðurs > 1 m ölduhæð.
Meira mætti vera um svona ýmsar sjóreynslusögur hér á Korkinum sem er ansi dauflegur orðinn - mest megnis steingeldar tilkynningar um hitt og þetta.
En nú styttist í hefðbundinn róður á gamlársdag - stefni á þáttöku í því samfloti-að venju og mér sýnist að hún Eva verði með hressingu að frönskum hætti við róðrarlok- það klikkar ekki. :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 des 2014 21:36 - 02 des 2014 21:38 #2 by Gíslihf
Lítið og létt was created by Gíslihf
Við Örlygur fórum á sjó kl. 17 og tókum einfaldar æfingar úti á Eiðsvíkinni, veltur, snertitog (contact tow) og félagabjörgun. Þetta er varla meira en 10 mínútna verkefni í birtu, blíðu og ládeyðu. Aðstæður voru þó ekki þannig í dag:
  • Það var að koma myrkur,
  • vindur um 10 m/s SV,
  • sjór kaldur og
  • vindalda hátt í meter á hæð.
Allt gekk þetta vel nema þegar ég var í sjónum búinn að grípa í stefni björgunarbátsins, Örlygur rétti mér báðar árarnar, sem ég tók í aðra greipina og hélt hinni hendinni yfir stefnið. Með vettling á hönd náði ég ekki að góma dekklínuna, stefnið hófst upp og hneig með öldunni og skrapp undan hendinni. Örlygur var þá tómhentur og ég syndandi með tvær árar á eftir bátunum sem rak undan vindinum! Þetta bjargaðist þó allt og bættist í reynslubankann og var bara skemmtilegt.
Það vill svo til að gamlir bekkjarfélagar mínir hittast í kaffi í Perlunni, fyrsta þriðjudag í mánuði á æfingartíma okkar. Síðast fékk ég senda eftirfarandi vísu:
Gísli rær öllum árum
allt um kring.
Við Perluvinir kökur klárum
og kjöftum í hring.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum