Félagsróður 06.12.2014

11 des 2014 21:38 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Félagsróður 06.12.2014
Það er búið að vera óvenjulega mikið um vestanáttir hjá okkur undanfarið. Það má hafa það í huga þegar valin er róðrarleið að það tekur einhverja daga að detta niður alda eftir vestlægar áttir. Sumum finnst það áskorun en aðrir eru ekki sammála um það. Félagsróðrar eru fyrir alla félagsmenn og þeir eru af öllum getustigum. Ég er ekki róðrarstjóri skv reglum klúbbsins en hef skoðun á þessum málum samt.
Bkv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 des 2014 15:07 - 09 des 2014 15:16 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Félagsróður 06.12.2014
Takk, róðrarstjóri á Viðeyjarflaki .
En það umbyltist víða þegar saman fer stórstraumsfjara og vestanhafalda sem djúp undiralda.
Hér vestan Hafnarfjarðar er Valhúsagrunn sem er tengt Áftanes grunninu og síðan skerjótt innsiglingin til Hafnarfjarðar. Að öllu jöfnu er þarna friðsæll hafflötur og yndi allra á kyrrum dögum til lofts og sjávar . En í vestanátt og með tilheyrandi haföldu samfara fjöru breytist þetta svæði í úfin grunnbrot á stóru svæði og markast að sunnan af Helgaskeri sem er að öllu jöfnu blindsker. Þarna á milli liggur innsiglingin til Hafnarfjarðar-vörðum innisiglingarbaujum á báða vegu.
Viðeyjarflakið svipar mjög til þessara aðstæðna. Oftast er ekkert að gerast- síðan í vestanátt tengt fjöru- þá gerist allt

Meðfylgjandi er mynd af þessu tekin nú í dag á stórstraumsfjöru- heiman frá mér.
Valhúsagrunn og innsigling til Hafnarfjarðar í brimi

Stærri mynd :
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6090851192100896353
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 des 2014 09:46 #3 by siggi98
Replied by siggi98 on topic Félagsróður 06.12.2014
Lagt var upp með skemmtilegan róður með öflugan hóp.
Það lá fyrir að það væri undiralda en það var ekki fyrren komið var á norður hliðina að brotin fara að sjást, saklaus í fyrstu en siðan þegar ljóst er að um rausnarleg brot eru um að ræða er hópnum beint út úr aðstæðum hratt og örugglega.
Hópeflist áhrifin voru bara bónus.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 des 2014 22:11 - 09 des 2014 00:49 #4 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Félagsróður 06.12.2014
Þessi félagsróður við þessar afar krítísku aðstæður þarna á Viðeyjarflaki ?
Var þetta einhverskonar hópefli róðrarstjóra ?
Datt engum i hug að snúa við úr þessum villtu brotum - nema Herði K. ?
Gagnleg væri að sjá uppgjör á róðrinum - okkur til lærdóms og visku- nú þegar allir komust heilir heim.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 des 2014 22:19 #5 by Gummi
Replied by Gummi on topic Félagsróður 06.12.2014
Ég skellti mér einmitt þarna út í sumar sem leið og surfaði smá, ætlaði svo aftur dagin eftir en var aðeins of seinn til að ná á réttum tíma.
Svipaðar aðstæður geta myndast norður af Gróttu eftir góða vestanátt og getur Sævar vitnað um einn flottasta dag sem náðst hefur einmitt á þeim slóðum. En hann sat í landi og fyldist með okkur ríða öldurnar fram í myrkur.
Það góða við þessa staði er að aldan brotnar og rennur út, þeas ef maður veltur þá fer maður ekki upp í fjöru, heldur skolar smá spöl með ölduni og lendir á lygnum sjó að lokum.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 des 2014 14:40 #6 by Össur I
Replied by Össur I on topic Félagsróður 06.12.2014
Takk fyrir þessar upplýsingar Sævar.
Ég hef aldrei séð þetta gerast þarna á þessum slóðum (svona utarlega) þau 5 ár sem ég hef verið þarna á ferðinn.
En þetta skýrir málið, augljóslega hittum við þarna á einstaklega óhentugar aðstæður til að vera þarna á ferðinni.
En eftir á lærdómsríkt, svo lengi lærir sem lifir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 des 2014 22:34 - 07 des 2014 11:02 #7 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Félagsróður 06.12.2014
Það hefur verið óvænt fjör þarna á Viðeyjarflaki hjá ykkur- óvænt öldubrot langt frá landi.
Þannig hagar til þarna á Viðeyjarflaki, sem er grunnið norðan við Vesturey Viðeyjar að um 350 metra norður frá miðri Vesturey, rétt vestan við Kambinn, eru aðeins 2.2 metrar í botn á stórstraumsfjöru. Kl 12:18 var þarna stórstraumsfjara og til viðbótar um 2 ja metra ölduhæð inn Flóann- þannig að það hefur brotið hressilega á þessari grynningu sem er þarna um 350 metra frá landi . Síðan er um 4 metra dýpi aðeins norðar en væntanleg hefur ekki brotið þar á en samt hefur aldan lyft sér hressilega þar líka. Hörður hefur fundið þetta á sér og ekki verið að þvælast þarna um í þessum.aðstæðum. En fyrir kayakfólkið er gott að vita um þetta blindsker. Sjálfur þekki ég þetta mæta vel því þarna kringum er ágætis fiskirí- en þá velur maður stilltan sjó og smástreymt.
Sjókort af þessum grynningarstað norðan Vestureyjar á Viðey

Grynnsti púnkturinn er um 2 metra dýpi við stórstreymi og í > 2ja metra ölduhæð myndast stórt grunnbrot þarna
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 des 2014 21:38 - 06 des 2014 21:46 #8 by siggi98
Replied by siggi98 on topic Félagsróður 06.12.2014
Var það vaskur stjörnu priddur hópur ræðara sem mætti í höfuðstöðvarnar.
Var spáð suðvestan og var þvi haldið til fjósakletta tekin leikur þar í öldurótinu við klettana. Förinni var haldið áfram sunnan með Viðey. Vestan við Viðey brotnaði aldan á skerjunum og léku við okkur nokkur í rótinu þar, fátt vekur mann betur en að vera laminn aðeins af öldu og finna saltbragðið af henni. Þetta var hin besta skemmtun. Hörður áhveður að ganga yfir eyrina í stað þess að róa fyrir norður hliðina eins og restin af hópnum
Hér breytist rútinu róður norðan við í eitthvað sem kom okkur öllum í opna skjöldu. Samspil af veðri undanfarina daga, háfjöru, storsteymi (ekki staðfest þegar þetta er skrifað) skapar þær aðstæður að það eru risa öldubrot nokkur hundrað metra frá landi og brotið sem er oft við nesið teyjir nokkur hundruð metra austur í áttina að geldigarnesi. Á mjög stuttum tíma skapast vafasamar aðstæður þar sem hætta er á að hópurinn verði fyrir broti. Voru öldur að brotna ofan við okkur og neðan við okkur. Kom þetta okkur öllum í opna skjöldu og þvi var hópnum beint í áttina að Geldingarnesinu undan öldu og frá broti. Og hér gerist það sem maður vill ekki að gerist, kemur í ljós að aftasti maður hafði dregið sig frá hópnum til að taka smá sólo róður og dregst það mikið aftur úr hópnum þegar við erum komin í rólegri sjó er hann enn við Viðeyjar nesið, næst talstöðvar samband við hann og hann áhveður að snúa við frekar en að halda áfram. Þegar við erum að leggjaí hann sér glitta í kayak á leið til okkar. Reyndist þá aðstæður hafa mildast um tíma og þvi taldi hann kost vænni að halda áfram til okkar. Bættist Hörður síðan í hópinn áður en haldið var heim í gámabyggðina. Þetta var góð áminning fyrir okkur öll hversu mikilvægt það er að halda hópinn þegar aðstræður krefjast þess. .
Þakka fyrir mig og góðan félagsskap.
Þeir sem réru voru ásamt undirrituðum , Össi, Eigill, Svenni, Palli, Guðmundur Breiðdal, Þóra, Klara, Hörður og Örlygur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 des 2014 00:29 - 06 des 2014 00:33 #9 by Össur I
Replied by Össur I on topic Félagsróður 06.12.2014
Ég er að SPÁ í að mæta



Maður gæti haldið að Sigurjón væra að vinna hjá Veðurstofunni :)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 des 2014 18:05 - 05 des 2014 19:25 #10 by siggi98
Replied by siggi98 on topic Félagsróður 06.12.2014
Það lítur út fyrir að það verði jólasteming hjá okkur á morgun fjara um kl 12:18
Mætum vel klædd og sýnileg á morgun
Her er vindaspáin fyrir morgun daginn
Hér er ölduspáin fyrir morgundaginn
Hér má sjá spá um uppsöfmun á snjó fyrir morgundaginn
Gasspa fyrir morgun daginn er goð ekkert gas yfir roðrarsvæði
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 des 2014 18:08 #11 by siggi98
Komið að mér að vera róðrarstjóri á laugardaginn.
Um að gera að hrista af sér jólastressið með góðum róðri.

Veður spá er ágæt eins og stendur fjara um 12.
Róðrarleið verður áhveðin á pallinum útfrá veðri og mannskap.

Vonast til að sjá sem flesta.
kv
Sigurjón M

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum