Róðurinn var snarpur, tíðindalaus og stuttur, í ANA 10 m/s, hviður 14 m/s og él öðru hverju. Rérum Geldinganes með hálfgerðri Gunnuneskrækju. Takk fyrir róðurinn og félagsskapinn Sigurjón S, Andri, Egill og Eymi
Blásum til hefðbundins félagsróðurs á morgun, undirritaður er róðrarstjóri, róðraleið verður ákveðin á pallinum með tilliti til veðurs og þeirra sem mæta í róður.
Það er háflóð kl. 10:43 í Reykjavík. Veðurspáin er sérstök, A 8-10 m/s sem snýst í V10-12 um hádegið, hiti við frostmark. Sem sagt hið besta róðraveður miðað við árstíma. Það verður aldrei svo að við munum hafa vindinn í bakið allan róðurinn? Sjáumst stundvíslega kl 09:30 í Geldinganesinu.