Danmerkurhringurinn Viðurkenndur

12 des 2014 22:15 - 12 des 2014 22:16 #1 by Gíslihf
Til hamingju með þetta Fylkir. Það var gaman að lesa fundargerðina frá dómnefndinni sem þú gafst tengil á. Ég setti þarna smákveðju frá mér og okkur félögum hér. Ég leyfi mér að afrita hér besta bútinn úr fundargerðinni:
Fylkir fortalte på sin yderst charmerende måde om sin tur op langs vestkysten, som han nappede på 4,5 dag hvilket var helt vildt… men det kostede ham en skadet skulder som han døjede med resten af turen. Fylkir kæmpede sig resten af vejen hvor han stædighed var eneste grundt til at han kom igennem på kun 19 dage, dermed deler han rekorden sammen med Thomas Steen Nielsen der ligeledes var 19 dage om turen. Juryen stillede et par spørgsmål som han svarede på, derefter kiggede juryen rundt på hinanden og nikkede anderkendende, hvorefter der blev givet hånd, ønsket tillykke og de eftertragtet bånd blev overrakt :)
Það lesa ekki allir dönsku, en hér kemur fram að Fylkir á nú besta tímann, 19 daga ásamt Thomas Nielsen og gafst ekki upp þrátt fyrir meiðsli í öxl síðari hluta leiðarinnar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 des 2014 16:29 #2 by Icekayak
Í Danmörku gerast hlutir jafnan frekar hægt og bítandi, í nóvember mánuði var ég kallaður fyrir dómnefnd, sem fór yfir framkæmd mína á hringróðri í kringum Danmörk síðastliðið sumar. Niðurstaða dómnefndarinnar hefur nú loksins verið opinberuð. Dómnefndarmenn samþykktu einróma hvernig staðið var að hlutunum, eftir að ég hafði útskýrt framvindu mála frá fyrsta til síðasta dags. Líkt og fram kemur af textanum í meðfylgjandi hlekk, er ekki um neina keppni að ræða. Heldur er leitast við að menn og konur standi sem jafnast við framkvæmdina, enda er um samnorrænar reglur að ræða og dæmt samkvæmt því.
havkajakroerne.dk/2014/12/11/moede-i-juryen-november-2014/
Það varð mitt hlutskipti að verða sá 20. í röðinni yfir þá ræðara sem hafa lokið verkefninu samkvæmt reglunum.
Með jólakveðjum frá danaveldi
Fylkir Sævarsson
Sönderborg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum