Í Danmörku gerast hlutir jafnan frekar hægt og bítandi, í nóvember mánuði var ég kallaður fyrir dómnefnd, sem fór yfir framkæmd mína á hringróðri í kringum Danmörk síðastliðið sumar. Niðurstaða dómnefndarinnar hefur nú loksins verið opinberuð. Dómnefndarmenn samþykktu einróma hvernig staðið var að hlutunum, eftir að ég hafði útskýrt framvindu mála frá fyrsta til síðasta dags. Líkt og fram kemur af textanum í meðfylgjandi hlekk, er ekki um neina keppni að ræða. Heldur er leitast við að menn og konur standi sem jafnast við framkvæmdina, enda er um samnorrænar reglur að ræða og dæmt samkvæmt því.
havkajakroerne.dk/2014/12/11/moede-i-juryen-november-2014/
Það varð mitt hlutskipti að verða sá 20. í röðinni yfir þá ræðara sem hafa lokið verkefninu samkvæmt reglunum.
Með jólakveðjum frá danaveldi
Fylkir Sævarsson
Sönderborg