Sammála síðasta ræðumanni, þetta var ansi töff.
Í byrjun október fór ég í vindasaman róður þar sem hviður fóru upp í 19 m.s. Eftir mikinn barning endaði með að ég snéri við og treysti mér ekki til að klára róðurinn. Eftir það hef ég ekkert verið að mæta í félagsróðra en í gær sá ég póst frá Gísla þar sem hann minnti á að félagsróðrar væru fyrir byrjendur jafnt sem aðra svo ég ákvað að skella mér í dag. Ég sá eftir því strax á fyrstu metrunum en það breyttist þegar leið á róðurinn. Það er í svona róðri sem maður lærir eitthvað og eflist sem kayakmaður eða kona en án vel þjálfaðra félaga hefði ég ekkert að gera í svona róður.
Ég sé alltaf betur og betur hversu frábær félagsskapur þessi klúbbur er. Lárus, Svenni, Gísli, Sigurjón, Össi, Guðni Páll, Egill, Gunnar Ingi, Gummi, Þóra og fleiri snillingar eru óþreytandi í að styðja við, hvetja og leiðbeina okkur sem erum styttra á veg komin í sportinu. Það sama á við um snillingana fyrir vestan. Þið eigið mínar bestu þakkir fyrir stuðninginn og hvatninguna. Gleðileg jól kæru félagar og takk fyrir skemmtilegt kayakár.