Félagsróður laugardag 20. des. 2014

20 des 2014 23:03 #1 by Helga
Sammála síðasta ræðumanni, þetta var ansi töff.

Í byrjun október fór ég í vindasaman róður þar sem hviður fóru upp í 19 m.s. Eftir mikinn barning endaði með að ég snéri við og treysti mér ekki til að klára róðurinn. Eftir það hef ég ekkert verið að mæta í félagsróðra en í gær sá ég póst frá Gísla þar sem hann minnti á að félagsróðrar væru fyrir byrjendur jafnt sem aðra svo ég ákvað að skella mér í dag. Ég sá eftir því strax á fyrstu metrunum en það breyttist þegar leið á róðurinn. Það er í svona róðri sem maður lærir eitthvað og eflist sem kayakmaður eða kona en án vel þjálfaðra félaga hefði ég ekkert að gera í svona róður.

Ég sé alltaf betur og betur hversu frábær félagsskapur þessi klúbbur er. Lárus, Svenni, Gísli, Sigurjón, Össi, Guðni Páll, Egill, Gunnar Ingi, Gummi, Þóra og fleiri snillingar eru óþreytandi í að styðja við, hvetja og leiðbeina okkur sem erum styttra á veg komin í sportinu. Það sama á við um snillingana fyrir vestan. Þið eigið mínar bestu þakkir fyrir stuðninginn og hvatninguna. Gleðileg jól kæru félagar og takk fyrir skemmtilegt kayakár.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 des 2014 22:51 #2 by Gunni
Þetta var nátturlega ekki eðlilegt.









Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 des 2014 13:23 - 20 des 2014 13:25 #3 by Gíslihf
Við vorum fjögur, auk mín þau Sveinn Axel, Gunnar Ingi og Helga.
Við rerum móti vaxandi austanátt, tókum stutta hvíld í skjóli Leirvogshólma og héldum inn að Korpuósi.
Helgu þótti þetta nokkuð erfiður "byrjendaróður". Fyrst var basl að róa gegnum krapið við fjöruna, vindur og alda fóru vaxandi og gott hefði verið að hafa skíðagleraugu því að úrkoman virtist vera með ísnálum.
Það var gott lens til baka og ekki þurfti að bera bátana, þeir runnu bara eins og sleðar í snjónum upp að palli. Það var svo þriggja manna verk að koma bát inn í gám, einn þurfti til að halda austari hleranum og tveir að setja bátinn inn. Það sást síðan vart út úr augum fyrir snjókófi, þegar ekið var upp af Eiðinu.

Ósvikinn vetrarsólstöðuóður!
Bestu óskir um gleðileg jól.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 des 2014 10:08 - 18 des 2014 10:10 #4 by Gíslihf
Þetta verður vetrarsólhvarfaróður og kallast á við Jónsmessuróðurinn.
Hvernig sem á því stendur minnst ég þess frekar frá Jónsmessuróðrum að hafa verið hrollkalt, en ekki úr vetrarróðrum með klaka í fjörunni, nema þá svolítið loppinn á fingrum og tám.

Festir hafa mikið að gera fyrir jólin og við höfum þetta stuttan og léttan róður, t.d. í sandfjöruna í Þereney og til baka.
Félagsróðrar eru jafnt fyrir byrjendur sem aðra.
Það verður fjara kl. 11:19, byrjandi SA átt, frost en hlýnandi.
Mæting 9:30 og hálftími í að gera sig kláran á sjó kl. 10 eins og venjulega.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum