Kayak á nýju ári

03 jan 2015 18:55 - 03 jan 2015 18:56 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Kayak á nýju ári
Hasle Explorer ágætur byrjendakayak ?
Það var gott hjá þeim danska sem réri einn síns liðs um 2000 km suður með vesturströnd Grænlands að velja sér svona einfaldan byrjendakayak til fararinnar.
Gott hjá honum að kaupa sér ekki einhvern endalokakayak í ferðina. :(
Veit einhver hvar hægt er að fá svona endaloka kayak. Kayak sem hægt er að slútta sportinu með ?
Og er til einhver millireynslu kayak ?
Gaman að þessum kayakspekúlasjónum :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 jan 2015 13:32 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Kayak á nýju ári
Ég verð að leggja orð í belg þar sem að ég kannast við alla aðila þessa máls og ekki síst Hasle sjálfan. Þetta er fyrirtaks byrjendakayak og líka fyrir þá sem ætla sér að ferðast langar ferðir. Hasler er sá alstöðugasti sem ég hef prófað og svo er hann þokkalega hraður fyrir styttri ferðir. Ég hef ekki haft mörg orð um svaðlifarir mínar, hér á korkinum, þar sem að af litlu er að státa, en ég held að oft hafi Haslerinn haldið mér á réttum kili þegar kunnáttu og hæfni hefur skort við stundum allkrefjandi aðstæður. Sævar veit hvað ég meina.
Gleðilegt ár kæru félagar,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jan 2015 21:16 - 01 jan 2015 21:18 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Kayak á nýju ári
Ég geri nú ráð fyrir því Gísli að þú hafir lesið greinina alla og sumt kannski tvisvar.
Hasle Explorer er einstaklega öflugur (sterkur) kayak vegna samlokusteypunar . Hann aflagast ekkert við öflug endurtekin átök. Kayakinn reyndist frábærlega þarna í ísnum - og að draga hann upp á ísinn - miðað við trefjakayak - var himinn og haf á milli. Trefjakayakinn er sem sandpappír á ísviðnámi.
En hann ráðleggur líka frá að róa svona langarleiðir- aleinir. :(
Auðvitað fara ekki allir eftir svoleiðis ráðleggingum- sem betur fer- þá væri lítið frásagnarvert -nái menn að enda för -og segja öðrum frá ævintýrinu ;)

En semsagt þetta er sagan góða sem sannfærði mig um að þessi tegund af kayak hentaði mér vel, hér inni á Sundum og víðar.
Það hefur enn sem komið er reynst vera svo. :P
Síðan eru liðin 14 ár -mikilla róðra-oftast.
Og gleðilegt nýtt ár til ykkar Lilju

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jan 2015 20:13 - 01 jan 2015 20:19 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Kayak á nýju ári
Ég var búinn að lesa fáeinar línur þegar ég rakst á eftirfarandii setningu:
Men det er også farlig, og jeg vil aldri råde noen til å gjøre det.
Þetta útleggst þannig:
En það er líka sæfar ( far- ]-) sem mér líkar við ( -lig ) og ég vil ráða þeim sem hafa náð nokkrum aldri ( noen ... aldri ) til að gera hið sama.
Sævar skellti sér semsagt á þennan eðalbát.

PS Gleðilegt ár Sæavar,
ég hef gaman af smástríðni þegar vel liggur á mér :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jan 2015 14:06 - 01 jan 2015 14:09 #5 by Sævar H.
Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir þau gömlu

Hafi það farið framhjá einhverjum - þá er ég mikill aðdáandi Hasle Explorer kayaka - einkum þess sem ég á :)

Hér er upphafið- þessi ferða saga - á Hasle Explorer kayak 2000 km leið með strönd vestur Grænlands.

Merkilegt ferðalag .

www.arnehasle.no/index.php/ekspedisjon

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum