Félagsróður 3. janúar

04 jan 2015 18:58 - 04 jan 2015 19:47 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Félagsróður 3. janúar
vedur.mogt.is/harbor/index.php?action=Ch...rid=1&stationid=1006

Þetta er linkur á veður og flóðatöflu við Kleppsbakka. Ég sé að við vorum á fjöruliggjandanum þegar ég fór fríu ferðina á Viðeyjartaglinu. Þetta var ágætis salibuna og gaman að fá svona fína byrjun á árinu MMXV
.

bkv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jan 2015 20:44 #2 by Páll R
Replied by Páll R on topic Félagsróður 3. janúar
Ellefu ræðarar héldu frá Eiðinu kl 10 þennan morgunn í frekar hægum SV-vindi. Róinn skyldi Viðeyjarhringur. Sunnan megin Viðeyjar var nokkuð rólegt sjólag, en búast mátti við nokkurri haföldu er kæmi vestur fyrir eyjuna. Það var eins og við manninn mælt, aðstæður voru mjög svipaðar og lýst var í félagsróðri 6. desember síðastliðinn. Vísa ég til umræðna og skýringa á aðstæðum á korkinum eftir þann róður.
Allt gekk vel og var gaman að sjá hvernig hinir vönu sjóhundar orðalaust vöktuðu og fylgdu þeim sem ekki voru eins vanir að kljást við aðstæður sem þessar. Stöku öldur brotnuðu og náðu tveir að lenda í einni og var haft á orði að ekki þyrfti að fara í Þorlákshöfn á næstunni eftir þá æfingu. Sveinn Axel sá um myndatöku. Það er merkilegt hvað aldan virðist alltaf saklaus á þeim ljósmyndum sem teknar eru í því ölduróti sem menn upplifa á staðnum. Kaffipásan var tekin eftir róður í Aðstöðunni. Þeir sem réru voru auk mín, Sveinn Axel, Gísli HF, Klara, Þóra, Egill, Svavar, Ingi, Örlygur, Ólafía og Gunnar Ingi.
Þakka fyrir mig/Páll R

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jan 2015 14:41 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Félagsróður 3. janúar
Læt róðrarstjóra eftir að skrifa ferðasöguna. En hér eru myndir frá róðrinum sem reyndist mikil skemmtun í krefjandi öldu

picasaweb.google.com/sjokayak/20150103FelagsroUr

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 jan 2015 18:15 - 02 jan 2015 18:22 #4 by Páll R
Ég fæ þá upphefð að stýra fyrsta félagsróðri nýs árs, laugardaginn 3. janúar. Mæting kl. 09:30 eins og venjulega. Nú er tækifærið til þess að stimpla sig inn í exel-skjal 2015. Búast má við þokkalegu veðri, SV 6-8 m/s og lægjandi er líður nær hádegi. Hiti kringum frostmark. Fjara er um kl. 11:30.
Hvaða leið verður róinn liggur ekki fyrir, en ótal möguleikar eru fyrir hendi, t.d. Viðeyjarhringur, Kollafjarðarskrens, Grafarvogsrúntur o.fl. o.fl.
Kaffistopp, hmmm, veit ekki, kannski.
Látum ekki spyrjast að fyrsti félagsróður ársins 2015 verði jafn fámennur og sá síðasti 2014, er Sveinn réri einsamall.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum