Sundlaugaræfing 4. jan

06 jan 2015 11:25 - 06 jan 2015 11:27 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Sundlaugaræfing 4. jan
Takk, nafni.
Ég panta hér með eina grænlenska með styrkingu á endum.
Höfum samband með e-mail.

Ætli það sé ekki best að panta í leiðinni tilsögn hjá Inga í franskri kurteisi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jan 2015 23:49 - 05 jan 2015 23:51 #2 by gsk
Replied by gsk on topic Sundlaugaræfing 4. jan
Var að viða að mér spítum, Gísli minn, í pantanir sem liggja fyrir.
Ætti að eiga nóg fyrir þig líka ef þú hefur áhuga. :)

Kv.,
Gísli K.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jan 2015 19:25 - 05 jan 2015 19:26 #3 by Ingi
Replied by Ingi on topic Sundlaugaræfing 4. jan
Sundlaugin er mikilvægur partur af þessu sporti. Við ættum að fjölmenna í þessa frábæru aðstöðu og kannski rétt athugað hjá þér Gísli að hafa smá skýrslu um hverja æfingu sem hefði vonandi hvetjandi áhrif á félaga. En ef þú ert með athyglisgáfuna í lagi sem að ég efast ekki um að þá er grænlenska árin alltaf að verða meira og meira áberandi. Þeir sem nota hana vilja helst ekki annað. Nema kannski keppnis og þá eru vængirnir úr léttu koltrefjaefni það sem sést mest.

Gísli K hefur séð okkur fyrir fínum grænlenskum árum en hér er linkur á einn sem ekki hefur enn sést hér: www.ravenwoods.org/pautik/
og svo er líka yannic sem smíðar Alpine Paddle www.alpinepaddle.com/index.php/en/

kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jan 2015 13:38 - 05 jan 2015 13:49 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Sundlaugaræfing 4. jan
Gleðilegt nýtt ár.
Ég man sjaldan eftir róðraskýrslu eftir sundlaugaræfingu, en hér kemur ein slík.
Örfáir veltuselir mættu í laugina og léku listir sínar og Gunnar Ingi kom með þrjá unga gutta sem mér þótti ánægjulegt. Guðrún kom til að sýna sig og sjá aðra og spjalla við okkur í pottinum og Ágúst Ingi sem kann franska mannasiði heilsaði henni blíðlega kinn við kinn. Ég get aldrei munað hvort það er vinstri-hægri-vinstri eða öðruvísi :)
Ég þóttist vera öruggur þarna á sléttum sjó eftir að hafa setið í mínum Explorer daginn áður yfiir blindskerinu norðan við Vesturey Viðejar og skimað eftir hvort ég sæi skerið, þegar brot reis og steyptist yfir mig.
Það sem nú gerðist var að ég reyndi "butterfly" veltu, lét Werner árina með þunna slitna blaðinu liggja þar sem ég ætlaði að koma upp, en þegar ég þreif blindandi í skaftið sló ég blaðegginni harkalega á gagnaugasvæðið og nennti ekki að gera mikið meira eftir það. Þegar heim kom og ég ætlaði að taka Romany-inn (hennar Lilju!) inn voru þar vindhviður og glerhálka og báturinn skall á stéttina. Tjón er þó ekki sjáanlegt í fljótu bragði.
Nú er ég farinn að velta því fyrir mér af alvöru í fyrsta sinn að eignast grænlenska ár eða hvort ég sé orðinn of mikill hrakfallabálkur til að standa í þessu.
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jan 2015 16:25 #5 by SAS
Sundlaugaræfing 4. jan was created by SAS
Það er æfing í Laugardalslauginni á morgun 4. jan kl 16:00

Sundlaugarnefnd

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum