Grænlenskar árar

30 jan 2015 21:00 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Grænlenskar árar
Svona á meðan menn eru frost og ístepptir til róðra :

Nú eru mínar grænlensku árar orðnar tvær. Úr sedrus viðaplankanum sem ég keypti í þá fyrri var nægjanlegur efnissfgangur til að smíða aðra grænlenska -en með tilbrigðum.
Sú yngri er með furu bryddingum til kantanna og á hvorn enda til -að fá 2200 m.m grænlenska ár . Sú eldri er aðeins styttri eða 2135 m.m. Mesta blaðbreidd er sú sama á báðum-80 m.m
Að öðruleyti er grænlenska lagið það sama . Nú er sú yngri í lakkmeðferð en hin eldri fékk olíumeðferð:
Þannig að sú eldri verður væntanlega varár á hr. Hasle Explorer- það er dekrað við hann- bara tvær grænlenskar í hverri sjóferð.

Meðfylgjandi eru myndir af þeim systrum. Það er heilmikil líkamsrækt að smíða svona árar í höndunum og nú var það hefill sem nýttist 95 % við smíðina- lítið sagað.
Grænlenskar árar- systur tvær

Myndir Online
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6110237718899082257
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 jan 2015 00:56 - 13 jan 2015 00:58 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Grænlenskar árar
Já , það verður mikið frost og svona víkur sem Eiðsvíkin og Leiruvogur eru með hátt ferksvatnsinnihald og því viðkvæmir fyrir stillufrostum. En verði eithvað framhald á því verð ég kannski að setja ísskararenninga á árina bæði á hliðar og framan til að stjaka mér á milli ísfleka. Þessir renningar voru gerðir út hvalbeinum hjá Inuitum sem þeir áttu greiðan aðgang að. Viðinn í árina fengu þeir úr rekavið sem nóg var um þarna hjá þeim frá skógasvæðum Kanada og jafnvel ættað allt frá Suður Ameríku. En það er erfit um hvalbein í landinu núna þannig að líklega bíð ég þar til frostinu linnir og ísa leysir. Þegar menn eiga eina grænlenska þá virkar náttúran mjög sterk við allar athafnir. :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jan 2015 15:45 #3 by Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jan 2015 14:31 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Grænlenskar árar
Gerumst við sófaræðarar nú ritglaðir.

Eftir að hafa skoðað veðurspá óttast ég að Sævar þyrfti að festa ísaxir á grænlensku árina tll að komast frá Eiðinu á laugardaginn kemur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jan 2015 13:00 #5 by Ingi
Replied by Ingi on topic Grænlenskar árar
:ohmy:
þú verður að koma með gripinn í næsta róður Sævar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jan 2015 18:35 - 09 jan 2015 20:56 #6 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Grænlenskar árar
Takk fyrir þetta, Gísli H.F

Nú er að vigta gripinn - árin virkar mjög létt í hendi- en á vigtina skal hún .
Ég er með um 15 mínútna róðrarreynslu af West Greenland ári sem ég fékk lánaða hjá honum Lárusi í gamlársróðrinum- og mér féll árin mjög vel- og því er þessi nýja til komin .
Nú er að gera margar prófanir - einkum mun ég leggja áherslu á stuðningsáratök - ásamt almennum róðri. Öryggið verður efst- síðan með aukinni reynslu og kunnáttu - þá verður ýmislegt prófað.
Meira um svoleiðis síðar .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jan 2015 18:20 - 09 jan 2015 18:22 #7 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Grænlenskar árar
Þér er ýmislegt til lista lagt Sævar - og gaman að sjá þessar myndir.
Hver er þyngd gripsins?

Síðan langar mig að vita, hvort árin flöktir í áratakinu.
Ég hef prófað 3-4 gerðir og aðeins ein, frönsk ár með afar þunnum blöðum, rann án flökts með þýðu viðnámi gegnum vatnið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jan 2015 17:07 - 09 jan 2015 17:10 #8 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Grænlenskar árar
Þá hef ég eignast nýja West Greenland kayakár. Smíðinni er lokið
Nú er bara eftir að oliubera gripinn 2 x og láta þorna í 2 daga.
Þá er bara að bíða eftir góðu veðri til lofts og sjávar til prufu og æfinga :)

Og West Greenland Paddle er nú tilbúin til róðra

Nú er þessum þætti mínum hér varðandi smíði á West Greenland kayakár - stig af stigi -í máli og myndum frá atburðarásinni lokið
Þetta var sett inn svona til skemmtunnar í skammdeginu meðan lítið er að gerast í sportinu svona úti við :)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jan 2015 12:06 - 09 jan 2015 12:08 #9 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Grænlenskar árar
Og áfram er haldið með smíðina á West Greenland árinni.
Sögun er lokið . en það er erfiðasti þátturinn við allt verkið þar sem um hreina handsögun var að ræða. Það er svona sambærilegt við að róa 25 km í 15-20 m/sek . Síðan er það vandaverk við sögun á árablöðunum- að fara ekki útaf markaðri línu en þær eru tvær- aðra sér maður ekki við sögunina.
En nú eru árablöðin tilbúin til endanlegrar formunar sem er bæði heflun og slípun
Áraskaftið er tilbúið. En þar er einkar mikilvægt að það sé í sátt við ræðarann að halda um það með góðri tilfinningu. Hæg eru heima tökin við það.

Og meðfylgjandi eru þrír prófílar af núverandi stöðu við smíðina
Árin í núverandi framleiðslustöðu


Góða skemmtun :P
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 jan 2015 14:14 - 08 jan 2015 14:23 #10 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Grænlenskar árar
Nú er smíði á West Geenland kayak ár hafinn hjá mér.
Í gær var plankinn keyptur og snyrtur til og merktur upp.
Cedrus plankinn

Plankinn var í breiðara lagi svo saga þurfti renning af- sem síðar gæti nýts í aðra ári með fleiri viðartegundum og árin þá skrautlegri- en það er seinni tíma mál
Og smíðin er hafin
Nú er sagað og sagað,
Síðan tekur við að hefla og hefla og þarnæst að slípa og slípa þá tekur við að olíubera og olíubera......síðan er að róa og róa :)

Meira seinna - ef þetta fer ekki allt í vaskinn hjá mér :(
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 jan 2015 15:34 - 07 jan 2015 15:38 #11 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Grænlenskar árar
Eitthvað verður þetta.
Nú er Cedar planki ,48 x150 x 2150 m.m kominn í hús og bíður þess að hann verði formaður í 1 stk West Greenland kayakár.
Hvorki meira né minna.
Álitamál eru með hvaða viður er bestur- eins og altaf er-í svona árar.
Sumir vilja bara greni og þá af tré sem vaxið hefur við sjávarsíðuna .
Það er lausara við allskonar líkamlegar spennur eins og þjá háfjallatré sem sífellt eru að berjast við sviftivinda fjallanna.
Sumir velja bara furu eða ask.
Frést hefur að mikið af Cedar viði hafi farið vestur á Ísafjörð um árin í Greenland ára smíði.
Samt hefur komið fram sú reynsla að Cedar árar hafi brotnað- það þarf að vega og meta margt þegar kayakár er annarsvegar.
Og nú sit ég hér með stafla af teikningum-hollráðum og reynslu af svona árum til heimasmíðí. Það er gott nesti - en samt hefur Gísli S.K ,Greenlands árasmiður, boðið mér í heimsókn til að eignast hlutdeild í reynslu hans og þekkingu.
Já, þetta verður eitthvað ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jan 2015 13:16 - 06 jan 2015 13:18 #12 by Sævar H.
Grænlenskar árar was created by Sævar H.
Grænlenskar árar eru mikið í tísku núna.
Í Gamlársróðrinum sýndi ég þessari nýjung mikinn áhuga .
Lárus lánaði mér eina til prufu á róðrarleggnum frá Leirvogshólma og að Eiðinu.
Ekki reyndi neitt á gripinn í logninu.
En ég sé á GPS ritinu að ég hef verið mjög rásfastur á þessum legg miðað við þá fyrri.
Eftir 3-4 áratök var komin tilfinning fyrir árinni og hún var góð.
Léttari en blaðárarnar í átaki fyrir handleggi og axlir.
Eins eru blöðin samása og snúningur um únlið óþarfur.
Það léttir á þeim handleggshluta.
Á móti koma vindáhrifin svona þvert á blöðin í róðri.
Eina sem ég hef efasemdir um - er varðandi stuðningsáratök- hvað oft eg verði búinn að velta áður en þau eru full slípuð.
Stuðningsáratök verða ekki til nema í ólgusjó og á öflugu lensi- þar liggur vafinn með að breyta yfir í eina grænlenska

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum