Félagsróður 10. janúar 2015

12 jan 2015 09:22 - 12 jan 2015 09:23 #1 by Andri
Ég veit að lásarnir hafa staðið á sér í frostinu.
Mikilvægt að þeir sem hafa aðgengi tryggi að hurðir séu ekki kviklæstar eða lásar frosnir þegar svæðið er yfirgefið.

Sævar, já við erum oft að leika okkur í öldurótinu. Við þannig æfingar er nauðsynlegt að hafa góða vini og félaga sem geta aðstoðað ef þarf.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jan 2015 23:05 #2 by Orsi
Þetta eru lika allt vinir mínir, þótt ég hafi skrópað í þetta skiptið. En ég hinsvegar kom við í Gnesi fyrr í kveld og þá var opið upp á gátt í kaffiskúrnum, skóf myndarlega inn á gólf og hurðin slóst til í vindinum. Engar skemmdir eða neinu stolið að því er ég best sá.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jan 2015 22:56 #3 by Sævar H.
Eru menn að róa alveg upp í harðagrjót og í öldu ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jan 2015 19:28 - 11 jan 2015 19:50 #4 by Gíslihf
Það hefur oft verið skorað á Unni Ægisdóttur í þessari vík undir Helguhól en reynsla af straumróðri gerir Andra öruggari við þessar aðstæður og ekki brást hann sem hinn "góði félagi" þegar honum var rétt keflið.
Ímynd hins "góða félaga" í sjóróðrum skilaði sér líka í sumar þegar ég fór niður Rangá. Ég lenti á sundi og fékk þungt högg framan á lærið af kletti í straumnum og mar sem ég ar haltur af næstu 1-2 vikur. Eftir höggið barst ég áfram með straumnum og gerði ekki annað en að halda réttri stöðu í vatninu, þegar Guðni Páll kom á fullri ferð og bauð mér að grípa í skutinn og reri að bakkanum. Við tveir vorum þó mestu viðvaningar í straumnum í þeirri ferð.
Þessir traustu félagar eru báðir góðir vinir mínir enda þótt ríflega ein kynslóð skilji okkur að og það getur komið sér vel meðan ég á enn erfitt með að standast áskoranir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jan 2015 11:17 - 11 jan 2015 11:39 #5 by Andri
Það voru skemmtilegar aðstæður í gær. Sjávarstaðan var há þegar við lögðum af stað, talsverð undiralda að vestan en vindalda á móti undiröldunni við norðanvert Geldinganesið. Það brotnuðu öldur við "Öxlina" frægu en þær voru alveg við landið.
Sjálfur hafði ég skilið hjálminn eftir heima, enda týndi ég róðrarhettunni síðustu helgi og ætlaði þess vegna bara taka rólegheitaróður og forðast allt sem gæti mögulega hvolft bátnum. Ég stóðst samt ekki freistinguna þegar ég sá hamaganginn í klettaskorunni nyrst á nesinu og bakkaði bátnum inn í ólguna. Gunnar Ingi hafði lánað mér sumarhettuna sína og ég var með þykka húfu yfir til að halda hitanum. Þegar ég var kominn í skoruna fóru öldurnar stækkandi og svo mætti mér veggur sem ég sá strax að ég kæmist ekki yfir. Aldan þrykkti mér innst í skoruna og þegar stélið á kayaknum rakst í klettana fór ég á hvolf, en veltan tókst og ég komst yfir næstu öldu. Það reyndi svolítið á jafnvægið þegar ég þreifaði á höfðinu til að athuga hvort húfan væri týnd en það var allt á sínum stað. Auðvitað hefði átt að vera hjálmur á hausnum en ekki húfa.
Leiðin meðfram vesturenda Geldinganessins var skemmtileg. Aldan var djúp, en hún brotnaði ekki beint heldur klessti á klettana og sjórinn kastaðist með látum upp í loft. Ég stakk mér inn fyrir stein sem hefur svo líklega horfið undir ölduna, því að þegar Siggi kom á eftir mér reis steinninn upp úr sjónum beint undir bátnum hans og hann gat ekkert gert til að forðast veltu. Björgunin tókst vel og það var gott að fá tækifæri til að æfa sig við svona aðstæður, held að við ættum að gera meira af því.

Þetta var án efa skemmtilegasti róður minn á árinu 2015 :) Hlakka til næsta félagsróðurs og lofa að hafa hjálminn með þá.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jan 2015 19:51 #6 by GUMMIB
Sæl

Nokkur orð um þetta allt saman. Mætti of seint í morgun og réri sömu leið líklega 30 mín á eftir hópnum.

Norðan megin við Veltuvíkina er staður sem allavega ég og kannski fleiri kalla Öxlin. Þar geta undarlega stór brot myndast nánast úr engum sjó við ákveðnar aðstæður.

Líklega í byrjun árs 2001 til 2002 (jan til mars) man ekki nákvæmlega lenti ég í broti á þessum stað, veður var svipað og í morgun snjór og kalt. Í brotinu sem velti mér á endanum reyndi ég að berjast á móti með "high brace stuðningi" sem gekk alltof langt. Það þýðir að axlarkúlan var komin alltof aftarlega og næsta alda kyppti liðnum auðveldlega úr. Sjúkraþjálfarinn sagði mér seinna að þetta hefði ekkert með styrk eða vöðva að gera.

Eftir að hafa hugsað þetta allt saman er ég á þeirri skoðun að ég hefði átt að gefa
eftir fara á hvolf og leysa málið þannig (gat alveg veltuna en enginn var hjálmurinn).

Mér skolaði í land á endanum dofinn, fann ekkert fyrir hendinni. Kalli Geir fyrrverandi formaður klúbbsins var með í för ásamt Snorra og Sveinbirni.

Snorri var róðrarfélagi minn, vann í Sportbúð Titan, allaf gaman að kíkja við þegar hann var að vinna.

Sveinbjörn var að róa sinn fyrsta róður með klúbbnum jaxl úr íshokkíinu. Búinn að skora á hann í keppni. Hann á línuskautum frá Geldinganesi til Sólfarsins ég á kayak. Ekki verið framkvæmt enn.

Kalli Geir (fyrrverandi formaður klúbbsins. Hann var lengi róðrarfélagi minn maður sem er algjörlega hægt að treysta á) gerði það eina rétta að flýta sér í aðstöðuna og keyra eftir veginum útá Geldingarnes og taka mig upp.

Ferðin uppá veg gekk ekki alveg átakalaust fyrir sig. Snjór, hálka óvirk hendi ásamt verkjum í öxl gerðu þessa göngu frekar erfiða.

Kalli sótti mig og og var búinn að láta Ellu vita hvað hafði gerst. Keyrði mig á slysavarðstofuna, þar var mér skellt á bekk, skæri tekin á loft til að klippa gallann. Af skiljanlegum ástæðum valdi ég frekar að pína mig úr erminni.

Síðan man ég ekkert meir. Ella sem horfði á þetta allt saman sagði að þetta hefðu verið töluverð átök sem bæði læknir og hjúkrunarfræðingur hefðu tekið þátt í.

Næsta sem ég man var að ég lá á bakin liðurinn kominn í og allt gott á ný.

Eftirmálarnir voru þeir að ég hafði hendina í fatla í einhverjar vikur fór til sjúkraþjálfara sem skildi hvað var í húfi (ég hélt að kayakferillinn væri á enda).

Eftir þetta allt saman þá man ég ekki hvor öxlin þetta var.

Ég vissi það ekki þá og hefði betur hlustað á Steina formann að öxlina á maður aldrei að setja í þessa stöðu sem lýst er í byrjun þessa pistils.

kv.
GummiB

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jan 2015 18:24 - 10 jan 2015 18:32 #7 by Gíslihf
Þetta atvik er áminning um að nota hjálma. Hjálmanotkun hefur minnkað hjá okkur í sjóróðrum frá því að við tókum hana upp. Sjálfur er ég sjaldan með hjálm, en hef hann á bátnum eða í afturlestinni og ég er ekki að verja það, það er einfaldlega þannig og stundum er notalegast að vera berhöfða eða með landhúfu. Af erlendum frásögnum virðist mér litið á notkun hjálma sem persónulegt val en við höfum mælt með notkun þeirra.
Það getur verið of seint að setja upp hjálm þegar maður lendir óvænt í aðstæðum þar sem hans er þörf.
Ég mun ekki gleyma því þegar ég lenti á hvolfi við Arnardrang í Mýrdalnum og útsogið dró skallann á mér eftir grýttum botninum. Það var mín gæfa að þetta var fyrsti dagurinn sem ég var með hjálminn á höfðinu, annars var hann alltaf á afturdekkinu.

Hver er þá niðurstaða mín:
Nota skal hjálm við aðstæður þar sem einhverjar líkur eru á höfuðáverka.
Hjálmlaus ræðari á að vera í öruggri fjarlægð frá landi þar sem undiralda berst að grýttri fjöru.
Sama gildir þegar sterkur vindur er af hafi þó aðeins sé vindalda en ekki komin kvika.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jan 2015 14:08 - 10 jan 2015 14:09 #8 by Siggisig
Þrátt fyrir lítt hvetjandi orð róðrarstjóra í gær voru 9 kappar mættir í róður í morgun og þar af 3 konur. Róið var rangsælis hring um Geldinganes og var það tíðindalítið þar til undirritaður lenti í slíkum vandræðum að það þurfti að bjarga honum. Var að mynda Andra þar sem hann lék sér djarflega í rótinu norðvestan í nesinu og vissi ekki fyrr en það féll undan bátunum sem sat þá á steini svo ég kútveltist ofan súpuna. Ég tók þá ákvörun að fara strax úr bátnum þar sem mér fannst ekki álitlegt að reyna veltu innan um allt þetta grjót. Andri brást faglega við, setti spotta í mig, dró mig út og gerði á mér félagabjörgun. Það er gott að hafa svona snillinga í kringum sig. Þegar við ræddum þetta eftir á sagði hann mér af reynslu sinni úr straumvatni að líklega hefði verið betra að vera áfram í bátnum, bíða eftir lagi og velta sér upp. Það er sennilega meiri hætta á meiðslum þegar maður er allur úr bátnum við þessar aðstæður. í bátnum er maður betur varinn, með hjálm á höfði og vestið veitir leika vörn. Góður punktur sem vert er að hafa í huga. Þeir sem réru með mér voru: Þóra, Klara. Guðrún, Gunni, Lárus, Svenni, Andri og Egill.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jan 2015 12:36 #9 by Siggisig
Gleðilegt ár kæru félagar. Það er komið að mér að vera róðrarstjóri á morgun. Mæting er 9:30 og brottför 10:00. Róðraleið verður ákveðin með tilliti til þeirra sem mæta en væntanlega verður þetta stuttur róður mesta lagið Geldinganeshringur með engu kaffistoppi í ljósi veðurspár en hún er svona: Austan 5-10, él og frost 4 gráður, háflóð er kl 9:30. Þetta er ekkert róðraveður og ég minni fólk á að vera vel búið með lúffur og höfuðfat.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum