Sjósundsfélagið SJÓR er með spennandi fyrirlestur, við erum velkomin til að koma og heyra.
lg
Sjósundsárið byrjar vel,veðrið dásamlegt og sjórinn í kringum eina gráðu. Sumum finnst þetta besti tíminn fyrir sjóböð. Skora á þá sem hafa ekki reynt við sjóinn í myrkri og kulda að gefa honum tækifæri.
Ég vil svo vekja athygli ykkar á fræðslukvöldi SJÓR um sjóveiki miðvikudaginn 21.janúar kl 19:15 út í Siglunesi. Hannes Petersen læknir heldur fyrirlestur og svarar spurningum um sjóveiki en hann hefur stundað rannsóknir á henni um árabil. Þetta er mjög áhugavert fyrir okkur enda erum við oft að klást við sjóveiki eða smá sjóriðu.
Hér er smá umfjöllun á rannsóknir Hannesar
aldarafmaeli.hi.is/afmaeli/thyrlulaeknir...ar_hvali_og_sjoveiki
Sjáumst hress kv Raggý[/b]