Félagsróður 17, jan

17 jan 2015 17:51 - 17 jan 2015 17:52 #1 by Andri
Replied by Andri on topic Félagsróður 17, jan
Þetta voru eintómir villingar sem réru í morgun því allar reglur voru brotnar og ekkert af því sem Lárus hafði sett á korkinn stóðst. Sem dæmi má nefna að við komum ekki í höfuðstöðvarnar fyrr en eftir kl 12:30, Gísli tók með sér te, og svo var kaffistopp í Viðey! Það var fleira í þessum dúr, s.s kona í karlaklefanum. Ég vona eins og Gísli að hún hafi ekki misst áhugann við að horfa uppá okkur hafa fataskipti, en það má segja okkur til varnar að þetta var sérlega kaldur morgunn :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jan 2015 17:11 - 17 jan 2015 23:40 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Félagsróður 17, jan
Ég ætlaði til æfingaróðurs og "sjá ár dagsins ljóma" en þegar ég leit á veðurkortið kl.09 í morgun var komið norðan hvassviðri inni í Geldinganesi - sló allt upp í 15 m/sek og samt átti eftir að hvessa meir áður en færi að lygna svona upp úr hádeginu. En samt fór ég inn í Geldinganes án kayakbúnaðar til að skoða stöðuna. Þeir sjóvíkingar voru þá komnir í land og í frágangi. Fékk söguna.
Mikið íshröngl hafði safnast fyrir austanmegin svo ófært var . Einnig var nokkur ís að vestanverðu en allt í lagi til róðurs.

Tók því nokkrar myndir sem hér eru:
Þarna sést íshrönglið samanþjappað út á miðjan vog

Æðarkollurnar í fjöruborðinu voru svo spakar það mátti allt að því klappa þeim
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jan 2015 16:48 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 17, jan
Þetta er alltaf sami rokrassin þarna í Geldinganesi og nágrenni. Í þetta sinn var það norðanátt, og varla fært á sjó fyrir íshröngli að austanverðu. Addý straumræðari með meiru mætti með íþróttatöskuna og settist inn í kallaklefann og rabbaði við okkur meðan við skiptum um föt en eftir það hætti hún við og fór. Hvort það var af því að við vorum ekki nógu glæsilegir eða út af norðankuldanum er spurningin.
Sjálfur er ég lúinn eftir róður dagsins og fór eftir smáhressingu í nuddpottinn í Breiðholtslaug. Spurning hvort það er ekki það sem maður er að sækjast eftir - að verða þreyttur og hvíla sig svo og njóta þess að vera ekki að róa :)

PS: Sáum mávager í sílaæti og fálka sitja á hól og skoða sig um eftir næstu bráð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jan 2015 11:23 #4 by Larus
Félagsróður 17, jan was created by Larus
Róður laugardagsins verður eftir kenjum undirritaðs,
gætum dottið i einhverjar léttar æfingar ef stemming er fyrir því.
Róðrarleið tekin á palli i samræmi við samsetningu hópsins, háð verðri og sjólagi.
Munið að félagsróðrar eru fyrir alla - nýja og gamla - endilega mætið og farið að leggja inn fyrir sumarið ,
alltof seint að fara að hysja sig i form á vordögum.

Takið endilega ekki með ykkur kaffi, nóg af því i höfuðstöðvunum og ekki i stöðunni að taka stopp i svoleiðis.

Reikna með að vera komin um 12.00 i land.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum