Ég ætlaði til æfingaróðurs og "sjá ár dagsins ljóma" en þegar ég leit á veðurkortið kl.09 í morgun var komið norðan hvassviðri inni í Geldinganesi - sló allt upp í 15 m/sek og samt átti eftir að hvessa meir áður en færi að lygna svona upp úr hádeginu. En samt fór ég inn í Geldinganes án kayakbúnaðar til að skoða stöðuna. Þeir sjóvíkingar voru þá komnir í land og í frágangi. Fékk söguna.
Mikið íshröngl hafði safnast fyrir austanmegin svo ófært var . Einnig var nokkur ís að vestanverðu en allt í lagi til róðurs.
Tók því nokkrar myndir sem hér eru:
Þarna sést íshrönglið samanþjappað út á miðjan vog
Æðarkollurnar í fjöruborðinu voru svo spakar það mátti allt að því klappa þeim